Bæjarráð Fjallabyggðar

732. fundur 03. mars 2022 kl. 08:00 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa

Málsnúmer 2201057Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 24. febrúar 2022 er varðar endurbætur búningsklefa í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsfirði. Í minnisblaðinu er þess farið á leit að bæjarráð auki fjárveitingu til verkefnisins um 12 millj.kr. en tilboð í verkið var þeirri upphæð hærra en framkvæmdaáætlun gerði ráð fyrir. Einnig er lagður fram útfærður viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 3/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 12.000.000.- vegna framkvæmda á endurbótum á búningsklefum í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsfirði, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn.

2.Tjaldsvæði Fjallabyggðar 2022-2024

Málsnúmer 2201044Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem óskað er eftir heimild til að auglýsa eftir rekstrar- og umsjónaraðila/aðilum tjaldsvæða Fjallabyggðar, ásamt drögum að auglýsingu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála heimild til að auglýsa eftir rekstrar- og umsjónaraðila/-aðilum tjaldsvæða Fjallabyggðar.

3.Úttekt á Samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur.

Málsnúmer 2202080Vakta málsnúmer

Lögð fram úttekt HLH Ráðgjafar á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur að úrbótum. Úttektin er unnin í framhaldi af samkomulagi sem sveitarfélagið gerði við HLH Ráðgjöf um greiningu á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og gerð tillagna að úrbótum með það að markmiði að nýta mætti samfélagsmiðla betur til að miðla og taka við upplýsingum frá almenningi.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar framlagða úttekt og tillögur og samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna minnisblað með tillögu að aðgerðaáætlun byggt á þeim tillögum sem fram koma í úttektinni. Einnig er deildarstjóra falið að vinna drög að samfélagsmiðlastefnu fyrir sveitarfélagið og leggja fyrir bæjarráð. Að síðustu vísar bæjarráð framlagðri skýrslu til kynningar og umræðu í markaðs- og menningarnefnd.

4.Útilegukortið

Málsnúmer 2202082Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa dags. 1. mars 2022 er varðar uppsögn á gildandi samningi um móttöku útilegukorts á tjaldsvæðum Fjallabyggðar. Í minnisblaðinu er lagt til að gildandi samningi milli Fjallabyggðar og Útilegukortsins verði sagt upp í samræmi við ákvæði 7.gr. samningsins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að segja upp samningi sveitarfélagsins og Útilegukortsins í samræmi við framlagt minnisblað.

5.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til febrúar 2022. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 219.498.424.-,- eða 96,34% af tímabilsáætlun 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, - viðbygging

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 28. febrúar 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnið "Viðbygging við íþróttamiðstöð Siglufjarðar" þriðjudaginn 22. febrúar. Engin tilboð bárust. Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að verkið verði boðið út aftur.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að endurtaka útboðið.

7.Erindi frá Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi

Málsnúmer 2202037Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal bæjarstjóra dags. 1. mars 2022 er varðar ósk Hins Norðlenzka Styrjufjelags ehf. (HNS) um ívilnun vegna vatnsnotkunar fyrirhugaðrar styrjueldisstöðvar. Vinnuskjalið er unnið í framhaldi af ósk þar um á 731. fundi bæjarráðs.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð þakkar framlagt vinnuskjal og felur bæjarstjóra að afla aukinna upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.

8.Viðhald Laugarvegur 39

Málsnúmer 2202058Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð húsfundar Laugarvegs 39, dags. 18. febrúar 2022, ásamt minnisblaði deildarstjóra tæknideildar dags. 22. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna nauðsynlegs viðhalds á fasteigninni að fjárhæð kr. 550.000.-
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða ósk um viðauka og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að útfæra viðaukann í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga.

9.Umsóknir um stofnframlög ríkisins 2022

Málsnúmer 2202059Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) dags. 18. febrúar 2022, þar sem fram kemur að hægt er að sækja um stofnframlög ríkisins á heimasíðu HMS og er umsóknarfrestur til 21. mars 2022. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög, þannig að umsóknarfrestur verði til og með 13. mars nk.

10.Umsókn um rekstrarleyfi - Viking heliskiing

Málsnúmer 2202068Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 23. febrúar 2022 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar Björgvins Björgvinssonar fh. Viking Heliskiing clubhouse, um rekstrarleyfi veitinga í flokki II fyrir Grafargerði, Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

11.Umsókn um rekstrarleyfi - Sigló hótel

Málsnúmer 2202069Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 23. febrúar 2022 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar Sigló hótelrekstur ehf., vegna Hótels Sigló, Snorragötu 3, Siglufirði um rekstrarleyfi gistingar í flokki IV.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

12.Umsókn um rekstrarleyfi - Hvanneyri

Málsnúmer 2202070Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 23. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar frá Sigló hótelrekstur ehf., vegna Hvanneyri gistiheimilis, Aðalgötu 10, Siglufirði um rekstur gistingar í flokki III.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

13.Trúnaðarmál - Fasteignagjöld 2022

Málsnúmer 2202076Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

14.Erindi til sveitarfélaga vegna samstarfs með N4

Málsnúmer 2202077Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Eyþórs Björnssonar f.h. Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar (SSNE) dags. 24. febrúar 2022, er varðar samstarf sveitarfélaga innan SSNE og N4. Í erindinu er vísað til tölvupósts sem María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4 sendi 11 af 12 sveitarfélögum innan SSNE 17. desember 2021.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu og felur bæjarstjóra að óska upplýsinga frá SSNE varðandi fyrirhugað samstarf og útfærslu þess.

15.Beiðni um viðauka vegna viðhalds körfubifreiðar Slökkviliðs

Málsnúmer 2202083Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra dags. 24. febrúar 2022, þar sem beðið er um viðauka vegna viðhalds bifreiða og vinnuvéla vegna viðgerðar á körfubifreið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að kr. 600.000.- verði sett í viðauka og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að útfæra viðaukann í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga.

16.Flugvöllur Siglufirði

Málsnúmer 2112032Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblaðs starfshóps um úrvinnslu innsendra hugmynda um framtíðarnýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði dags. 28. febrúar 2022. Í minnisblaðinu er farið yfir innsendar hugmyndir, veitt um þær umsögn og gerð tillaga að næstu skrefum.

Niðurstaða starfshópsins er að leggja til að bæjarstjóra verði falið að hefja formlegar viðræður við þá aðila sem standa að baki hugmyndinni Airport Fjallabyggð, um framtíðaruppbyggingu á flugvallarsvæðinu á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu starfshóps eins og hún er fram sett í framlögðu minnisblaði.

17.Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS)

Málsnúmer 2202060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Innviðaráðuneytinu og bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 21. febrúar 2022, er varða almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

18.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 24.02.2022, er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags., 28.02.2022 er varðar umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.