Bæjarráð Fjallabyggðar

778. fundur 14. febrúar 2023 kl. 12:00 - 13:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Í upphafi fundarins bar sitjandi formaður bæjarráðs upp tillögu um dagskrárbreytingu, á þann veg að taka fyrir mál 2301049 - Beiðni um leyfi til að halda vélsleðamót sem 14. dagskrárlið fundarins. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

1.Starfsemi og helstu verkefni SSNE

Málsnúmer 2302028Vakta málsnúmer

Albertína Elíasdóttir og Elva Gunnlaugsdóttir frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) komu á fund bæjarráðs til að kynna starfsemi samtakanna.
Bæjarráð þakkar fulltrúum SSNE fyrir greinargóða og fræðandi kynningu á starfsemi samtakanna.

2.Götulýsing í Fjallabyggð

Málsnúmer 1804059Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar með samantekt á viðhaldsþörf götulýsingar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir greinargott yfirlit og felur honum að vinna tillögu að forgangsröðun og leggja kostnaðarmat fyrir bæjarráð eftir 2 vikur.

3.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar 2023. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 128.581.917,- eða 107,64% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum sveitarfélagsins hefur fækkað um tvo á tímabilinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda í janúar 2023. Alls voru greiddar kr. 163.401.107 í laun og launatengd gjöld, eða sem nemur 97,21% af launaáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Sundlaug Ólafsfirði, framkvæmdir á útsvæði

Málsnúmer 2201057Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna framkvæmda á útisvæði við sundlaugina á Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

6.Endurnýjun íbúðar á sambýlinu, Lindargötu 2

Málsnúmer 2302026Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og félagsmáladeildar ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna endurbóta á íbúð í sambýlinu við Lindargötu 2, Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar deildarstjórum tækni- og félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

7.Rekstrarsamningur Síldarminjasafns Íslands 2023-2026

Málsnúmer 2301025Vakta málsnúmer

Rekstrarsamningur milli Síldarminjasafns ses. og Fjallabyggðar rann út um síðustu áramót. Fyrir liggja drög að endurnýjuðum samningi til þriggja ára.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.

8.Umsókn um lóð - Sjávargata 2 Ólafsfirði

Málsnúmer 2301037Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Palo Arctic slf. um úthlutun lóðar við Sjávargötu 2.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Sjávargötu 2.

9.Reglur Fjallabyggðar um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 2302021Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum Fjallabyggðar um tónlistarnám utan lögheimilis sveitarfélags.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir minnisblaðið og vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

10.Ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar 2022

Málsnúmer 2302027Vakta málsnúmer

Lögð fram ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Flæði - útilistaverk

Málsnúmer 2201027Vakta málsnúmer

Listaverkið Flæði stendur á lóð Aðalgötu 14 Ólafsfirði. Verkið er gosbrunnur og höfundur er Kristinn Hrafnsson. Verið er að kanna eignarhald þar sem að Listskreytingasjóður styrkti kaup á verkinu á sínum tíma og því gilda strangar reglur varðandi eignarhald. Komið er að viðhaldi og lagfæringu á verkinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Fjarskiptasamband í Fjallabyggð

Málsnúmer 2302029Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra er varðar fjarskiptasamband í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir ábendingarnar. Bæjarstjóra falið að senda fjarskiptafyrirtækjum formlegt bréf ásamt því að gera Fjarskiptastofu og Vegagerðinni viðvart um ástandið.

13.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Málsnúmer 2211068Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir að sveitarfélög tilnefni aðal- og varafulltrúa í vatnasvæðanefnd.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Arnar Þór Stefánsson sem aðalmann Fjallbyggðar í nefndinni. Íris Stefánsdóttir er tilnefnd sem varamaður.

14.Beiðni um leyfi til að halda vélsleðamót

Málsnúmer 2301049Vakta málsnúmer

Samkvæmt mótaskrá Snjókross á Íslandi þá á að halda mót nr. 2 á Akureyri helgina 25-26 febrúar. Þar sem mikið af snjó hefur tekið upp hefur Kappakstursklúbbur Akureyrar haft samband við Vélsleðafélag Ólafsfjarðar og óskað eftir að halda þeirra mót á sunnudeginum 19. febrúar í Ólafsfirði. Vélsleðafélag Ólafsfjarðar óskar því eftir leyfi til að halda tvö mót um helgina, fyrra mótið á laugardegi og seinna mótið á sunnudegi. Keppt yrði í sömu braut og yrði seinni keppninni lokið kl. 15:00 á sunnudeginum.
Bæjarráð samþykkir beiðni vélsleðafélagsins um að halda annað mót á sunnudeginum 19. febrúar og óskar þeim góðs gengis.

15.Dýraverndarsamband Íslands hvetur sveitarfélög til að koma villtum fuglum til aðstoðar

Málsnúmer 2302031Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Dýraverndarsambands Íslands þar sem sveitarfélög eru hvött til að koma villtum fuglum til aðstoðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

16.Samráðsþing um landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Málsnúmer 2302030Vakta málsnúmer

Lagt fram boð á samráðsþing um landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður haldið fimmtudaginn 16. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Starfsmenn sem hafa málefni fatlaðs fólks með höndum eru hvattir til þess að skrá sig á ráðstefnuna. Kjörnir fulltrúar og nefndarfólk í félagsmálanefnd er einnig hvatt til þess að skrá sig.

17.Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár

Málsnúmer 2302016Vakta málsnúmer

Lögfræði- og Velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur haft til skoðunar á undanförnum vikum stjórnsýsluframkvæmd sem tengist ágangi búfjár skv. IV. kafla laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Í tilefni af áliti Umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 var útbúið minnisblað til sveitarfélaga um þá réttarstöðu sem til staðar er eftir álit umboðsmanns Alþingis og hvaða verklag þyrfti að viðhafa komi slíkar beiðnir fram til sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra tæknideildar að yfirfara gildandi reglur sveitarfélagsins um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. með hliðsjón af ábendingum minnisblaðsins.

18.Síldarminjasafnið - Fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2302020Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Síldarminjasafns Íslands frá 2. febrúar 2023 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerð 36. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:45.