Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

95. fundur 19. ágúst 2010 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi
Samþykkt var að taka fyrir erindi frá Ramma hf. sem var ekki á útsendu fundarboði.

1.Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008 - 2028.

Málsnúmer 0811043Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur auglýst tillögu að nýju Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu samkv. 18. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997.  Tillagan sem nær til alls sveitarfélagsins er sett fram í aðalskipulagsgreinargerð, umhverfisskýrslu, þéttbýlisuppdrætti í mælikvarða 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarða 1:100.000.

Frestur til að senda inn athugasemdir var miðvikudagurinn 4. ágúst 2010.

Lagðar eru fram til kynningar þær athugasemdir sem bárust og er aðalskipulagshönnuði skipulagsins falið að fara yfir innkomnar athugasemdir og boðað verður til vinnufundar með hönnuði og skipulagsnefnd.

2.Deiliskipulag - Eyrarflöt Siglufirði

Málsnúmer 1007090Vakta málsnúmer

Samhliða auglýsingu að tillögu að nýju Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, var auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 deiliskipulag við Eyrarflöt, Siglufirði.  Skipulagshugmyndin gengur út á að fullbyggja það svæði sem aðalskipulag gerir ráð fyrir að sé íbúðasvæði við Eyrarflöt.

Engar athugasemdir bárust.

Samþykkir nefndin deiliskipulagið með þeim viðauka að möguleiki verði á að fjölga megi bílastæðum á grasflöt/leiksvæði.

3.Deiliskipulag við Túngötu, Siglufirði

Málsnúmer 1002121Vakta málsnúmer

Samhliða auglýsingu að tillögu að nýju Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, var auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 deiliskipulag við Túngötu, Siglufirði.  Skipulagshugmyndin gengur út á að þétta byggð með því að koma fyrir tveimur raðhúsum og þremur parhúsum og einu einbýlishúsi miðsvæðis á Siglufirði.

Frestur til að senda inn athugasemdir var miðvikudagurinn 4. ágúst 2010.

Lagðar voru fram þær athugasemdir sem bárust, þar sem komu fram kröftug andmæli gegn tillögunni.

Nefndin hafnar auglýstri tillögu að deiliskipulagi við Túngötu, þar sem skipulagið fellur ekki að núverandi byggingum og umhverfi.  Leggur nefndin til að samkeppni verði haldin um skipulagningu svæðisins.

 

4.Gámasvæði í Aravíti

Málsnúmer 1007118Vakta málsnúmer

Auðun Pálsson fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins ehf vill leggja til skoðunar breytingar á staðsetningu gámasvæðisins á Siglufirði.  Að gámasvæðið verði staðsett innanhúss í Aravíti við hlið áhaldahússins á Siglufirði. 

Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina og vísar erindinu til bæjarráðs.

5.Klæðning Aðalgötu 32, Siglufirði

Málsnúmer 1006009Vakta málsnúmer

Deloitte fyrir hönd húseigenda Aðalgötu 32, Siglufirði óskar eftir endurupptöku á bókunum 93. og 94. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar varðandi umsókn um leyfi til að klæða suður- og austurhlið fasteignarinnar að Aðalgötu 32.  Ástæða endurupptökubeiðni er meðfylgjandi upplýsingar og svör við athugasemdum nefndarinnar.

Nefndin vill halda sig við fyrri afgreiðslu, til að koma í veg fyrir að upprunalegu útliti sé fórnað.

 

6.Umhverfi "Harbour House" við Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1007088Vakta málsnúmer

Valgeir Tómas Sigurðsson sem rekur kaffihúsið Harbour House við Ingvarsbryggju, óskar eftir því að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í að halda áfram fegrun hafnarsvæðisins við Ingvarsbryggju.

Felur nefndin tæknideild að vinna að lausn málsins í samráði við viðkomandi aðila.

7.Umsókn um löggildingu sem húsasmíðameistari í Fjallabyggð

Málsnúmer 1007115Vakta málsnúmer

Sveinn Þorsteinsson sækir um að fá löggildingu sem húsasmíðameistari í Fjallabyggð.

Nefndin samþykkir erindið.

8.Tunnuskýli við Hlíðarveg 51, Ólafsfirði

Málsnúmer 1008057Vakta málsnúmer

Ásgeir Ásgeirsson sækir um leyfi til að fá að grafa út fyrir tunnuskýli og smá plani norðan við tröppur upp að húseigninni Hlíðarvegi 51, Ólafsirði.  Umrædd lóð er í eigu sveitarfélagsins.

Erindið samþykkt.

9.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007039Vakta málsnúmer

Á fundi nefndarinnar 15. júlí sl. óskaði Brynjar Harðarson eftir leyfi til að byggja bílskúr við húseignina Lækjargötu 7b, Siglufirði.  Þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu var samþykkt að framkvæmdin færi í grenndarkynningu.  

Grenndarkynningu er lokið og samþykkir nefndin framkvæmdina.

10.Akstur um Mjóstræti, Siglufirði

Málsnúmer 1008060Vakta málsnúmer

Magnús Pálsson sendir inn erindi með tillögum að breytingum á akstri um Mjóstræti, Siglufirði.

Nefndin leggur til að Mjóstræti verði lokuð gata frá Túngötu með innkeyrslu frá Hvanneyrarbraut.

11.Túngata 29b - breyting og stækkun

Málsnúmer 1007084Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar þann 29. júlí sl. óskaði Sigurður Jóhannsson eftir leyfi til að byggja við og gera breytingar á húseigninni Túngötu 29b.  Samþykkt var að framkvæmdin færi í grenndarkynningu, og hafa nú þeir aðilar sem grenndarkynningin náði til samþykkt framkvæmdina með undirskrift á uppdrátt.

Nefndin samþykkir framkvæmdina.

12.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmynd að tillögu að deiliskipulagi við Snorragötu.

Nefndin tekur vel í hugmyndina að undanskildu hringtorgi við ráðhústorg.

13.Hænur

Málsnúmer 1006067Vakta málsnúmer

Á fundi nefndarinnar þann 25. júní sl. sótti Marín Gústafsdóttir um leyfi til að halda hænur í garði sínum að Hólavegi 67, Siglufirði.

Fór umsóknin í grenndarkynningu þar sem kom ein athugasemd, óskað var eftir því að leyfið yrði gefið tímabundið til reynslu.

Nefndin samþykkir að veita leyfið til eins árs.

14.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Ólafsvegi 13, Ólafsfirði.

Málsnúmer 0907043Vakta málsnúmer

Ingólfur Frímannsson óskaði eftir leyfi til byggingar bílskúrs við Ólafsveg 13, Ólafsfirði í júlí 2009. Þar sem ekki fylgdu byggingarnefndarteikningar með umsókninni var óskað eftir þeim, og hafa þær nú borist tæknideildinni. En þar sem rúmt ár er liðið frá því að umsókn var tekin fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd er hún lögð aftur fyrir nefndina.

Erindið samþykkt.

15.Rif á Skreiðarhúsi

Málsnúmer 1008087Vakta málsnúmer

Ólafur Helgi Marteinsson fyrir hönd Ramma hf. sækir um leyfi til að rífa Vetrarbraut 8 - 10, skreiðargeymslu.

Nefndin samþykkir að húsið verði rifið með þeim skilirðum að svæðið verði fullhreinsað og gengið verði frá suðurvegg nærliggjandi húss.

 

Fundi slitið - kl. 16:30.