Bæjarráð Fjallabyggðar

265. fundur 09. ágúst 2012 kl. 12:00 - 14:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1207034Vakta málsnúmer

Í erindi sýslumannsins á Siglufirði frá 6. júlí 2012 er óskað umsagnar vegna umsóknar Laugarár ehf um rekstrarleyfi fyrir gististað að Þverá í Ólafsfirði. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.

2.Ósk um styrk

Málsnúmer 1208006Vakta málsnúmer

Í erindi Hugrúnar Pálu Birnisdóttur frá 10. júlí 2012, sem æfir gönguskíði, er sótt um ferðastyrk til að sækja 3 til 4 keppnisferðir erlendis í vetur.

Bæjarráð bendir á að hægt er að sækja um styrki í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2013 sem auglýst verður eftir í haust.

3.Ósk um styrk

Málsnúmer 1208007Vakta málsnúmer

Í erindi Birgis Ingimarssonar f.h. nokkurra velunnara Siglufjarðar frá 12. júlí er kannað hvort sveitarfélagið sjái sér fært að styrkja myndbandsgerð við lag Bjarka Árnasonar, "Siglufjörður".

Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að hafna erindinu. Sólrún Júlíusdóttir sat hjá og óskaði að bókað væri að hægt er að sækja um styrki í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2013 sem auglýst verður eftir í haust.

4.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Í erindi Skipulagsstofnunar frá 9. ágúst 2012 kemur fram að stofnunin hefur skoðað málið að nýju og telur að með skýrari skilmálum um takmörkun á veitingu byggingarleyfa sé hægt að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 505/2000, sbr. einnig gr. 3.1.1 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Til þess þarf sveitarstjórn að taka deiliskipulagið til umræðu á nýjan leik.

Lögð fyrir að nýju afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. nóvember 2011, þar sem lagðar eru til breytingar á auglýstri tillögu að deiliskipulagi Snorragötu, settar fram á uppdrætti og í greinargerð, dags. 7. júní 2011, breytt 2. sept. 2011 og í greinargerð með sömu dagsetningum.

Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, deiliskipulagið með áorðnum breytingum frá 2. sept. 2011, nema hvað orðalagi í kafla 5.3. um húsagerðir á bls. 16 skal breytt á eftirfarandi hátt:

5.3. Húsagerðir
H1 - Hótelbygging að hámarki 5.000 m2. Bygging skal vera allt að 2 hæðir og skal hæð þess ekki fara yfir 12 m.
S1 - Lýsistankur að hámarki 10 m2. Hæð byggingar skal ekki fara yfir 7 m.
S2 - Þjónustuhús að hámarki 370 m2. Bygging skal vera allt að 2 hæðir og skal hæð þess ekki fara yfir 7,5 m.
S3 - Þurrkhjallur að hámarki 30 m2. Hæð byggingar skal ekki fara yfir 3 m.
S4 - Naust að hámarki 60 m2. Hæð byggingar skal ekki fara yfir 5 m.

Ekki er gert ráð fyrir fastri búsetu á svæði fyrir þjónustustofnanir.
Ekki er heimilt að veita byggingarleyfi fyrir hótelbyggingu á reit H1 fyrr en endurnýjað hættumat sem heimilar slíka byggingu liggur fyrir, sbr. reglugerð um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða nr. 505/2000 m.s.br. Þó er heimilt að veita leyfi fyrir hótelbyggingu á þeim hluta byggingarreits sem er innan hættusvæðis B ef byggingin er annað hvort hönnuð til að standast ástreymisþrýsting skv. töflu II í 21gr. (áður 19. gr.) sömu reglugerðar, eða að fyrir liggi ákvörðun sveitarstjórnar um að innan fimm ára verði viðkomandi svæði varið með varanlegum varnarvirkjum skv. staðfestri aðgerðaáætlun um aðgerðir sveitarfélagsins, sbr. 22. gr. (áður 20 gr.) sömu reglugerðar.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að láta lagfæra deiliskipulagsgögnin sbr. framangreint, senda Skipulagsstofnun lagfærð og undirrituð gögn og birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Grunnskóli 2. áfangi opnun tilboða

Málsnúmer 1206018Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir verkfunda frá 16. júlí og 26. júlí 2012, vegna 2.-3. áfanga grunnskólans í Ólafsfirði.

6.Þjónustusamningur um bókasafn og upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1208003Vakta málsnúmer

Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi við umfjöllun þessa dagskrárliðar.
Lögð fram til kynningar ósk Bolla og bedda ehf um gerð þjónustusamnings fyrir bókasafn og upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar viðeigandi nefnda, forstöðumanns bókasafns og deildarstjóra.

 

7.Þjónustusamningur um tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1208002Vakta málsnúmer

Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi við umfjöllun þessa dagskrárliðar.
Lögð fram til kynningar ósk Bolla og bedda ehf um gerð þjónustusamnings um tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar viðeigandi nefndar og deildarstjóra.

8.Fundagerðir stjórnar Hornbrekku 2012

Málsnúmer 1203006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 3. júlí 2012.

9.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra 2012

Málsnúmer 1202010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 3. júlí 2012.
Þar kemur fram að starfsleyfi Norlandia verði framlengt til 1. ágúst 2012 og ákvörðun um dagsektir hafi skilyrði starfsleyfis ekki verið uppfyllt.

Fundi slitið - kl. 14:00.