Bæjarráð Fjallabyggðar

227. fundur 30. ágúst 2011 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Beiðni um að ráða starfsmann til að sinna sérfræðiþjónustu í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1106006Vakta málsnúmer

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar óskar eftir leyfi til að ráða starfsmann í hlutastarf, til að sinna sérfræðiþjónustu við Leikskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða brýna þörf og þar á meðal barn með skilgreinda fötlun sem þarf á slíkri þjónustu að halda.

 

Bæjarráð felur fræðslu og menningarfulltrúa, í samráði við leikskólastjóra, að auglýsa 30% stöðugildi laust til umsóknar frá 1. október 2011.

Bæjarstjóra er falið að taka tillit til þessarar ákvörðunar við breytingar á fjárhagsáætlun ársins.

2.Fjárrétt vestan við bæinn Kálfsá og aðhaldsrétt vestan við Ós

Málsnúmer 1103043Vakta málsnúmer

Fjárbændur í Ólafsfirði vilja minna bæjarstjórn á ósk sína frá 9. mars s.l. um nýja fjárrétt við bæinn Kálfsá í Ólafsfirði.

 

Bæjarráð vísar í fyrri bókun sína, en þar kemur fram að málið verður tekið til umræðu og afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

Bæjarstjóri upplýsti að Vegagerðin muni ekki koma að, eða hafa afskipti af fjárrétt vestan ósa í Ólafsfirði.

3.Leyfi vegna veikinda

Málsnúmer 1108070Vakta málsnúmer

Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn og fræðslunefnd frá 1. september 2011 um óákveðinn tíma vegna veikinda.

Bæjarráð telur rétt að verða við framkominni ósk um leið og Halldóru Salbjörgu er óskað alls velfarnaðar og góðs bata.

Egill Rögnvaldsson lagði undir þessum dagskrárlið fram bréf dags. 29. ágúst 2011 um breytingar í bæjarstjórn og fræðslunefnd á vegum Samfylkingarinnar þar sem Halldóra S Björgvinsdóttir hefur óskað eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa vegna veikinda.

Guðmundur Gauti Sveinsson kemur inn sem bæjarfulltrúi.
Guðrún Árnadóttir kemur inn sem varabæjarfulltrúi.

Jakob Kárason verður aðalmaður í fræðslunefnd.
Hilmar Elefsen verður varamaður í fræðslunefnd.

4.Tillaga að stofnun safns

Málsnúmer 1108076Vakta málsnúmer

Sigurjón Magnússon leggur fram hugmynd sína og tillögu um að bæjarfélagið kaupi eignarhlut hans í Námuvegi 2 og að hann kaupi áhaldahús bæjarfélagsins í Ólafsfirði.
Safni verði fyrir komið í Námuvegi 2 og verði hugsað sem alhliða fugla-, náttúru-, sögu- og munasafn.
 
Bæjarráð þakkar Sigurjóni Magnússyni áhuga hans á safnamálum í Ólafsfirði en telur óraunhæft að Fjallabyggð taki á sig þær fjárskuldbindingar sem felast í hugmyndum hans.

Jafnframt telur bæjarráð að "áhugahópur um náttúrugripasafn í Ólafsfirði", sem stofnaður var á fundi í Tjarnarborg í sumar,  ásamt fagráði bæjarfélagsins, verði með í ráðum um fyrirkomulag safnamála í Ólafsfirði.

5.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Fjallabyggð annast samninga við verktaka í samráði við Jón Magnússon, f.h. Vegagerðarinnar. 
VSÓ
mun stilla upp tilboðsskrá sem nota má við samningsgerð, en stefnt er að því að ljúka verkinu að fullu fyrir veturinn. 

Reynist veðurfar óhagstætt í síðari hluta verksins  kann að reynast nauðsynlegt að fresta malbikun, kantsteinum og gangstéttum. 

Verður þá gengið frá götuyfirborði með þynnra efra burðalagi sem verður endurunnið vorið 2012.

Bæjarráð fagnar umræddum framkvæmdum og leggur áherslu á að verkinu verði lokið fyrir áramót. 

 

6.Fráveita í Hrannarbyggð Ólafsfirði

Málsnúmer 1108077Vakta málsnúmer

Búið er að velja verktaka í gangstéttarframkvæmdir í Ólafsfirði og eru framkvæmdir að hefjast.
Endurnýjun á gangstétt í Hrannabyggð byggir m.a. á þeirri staðreynd að Rarik ætlar að skipta út ljósastaurum og rafmagnskössum í götunni. Umræddar framkvæmdir hafa leitt í ljós að slæmt ástand er á fráveitu sem liggur undir gangstéttinni.
Eftir útboð er verið að fóðra lögnina og er áætlaður kostnaður um 6.8 m.kr. Áætluð verklok eru 15. september, en þá verður búið að ganga frá gangstéttum ásamt lagfæringum á fráveitu.

Umrædd framkvæmd þ.e. kostnaður við fráveitu kemur inn í heildarendurskoðun á fjárhagsáætlun ársins.

 

7.Framkvæmdafé - Vesturgarður og sandfangari

Málsnúmer 1108078Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Siglingastofnun og Innanríkisráðuneytinu um að fé hafi fengist til viðgerða á bæði sandfangara og Vesturgarði í Ólafsfirði, alls 18 m.kr. sem nemur 75% af heildarkostnaði.

Áætlaður heimahlutur bæjarfélagsins er 6 m.kr.
Málið er nú til umfjöllunar í hafnarstjórn. Ætlunin er að lagfæra garðinn í ár fyrir um 4,5 m.kr. og er hlutur hafnarinnar um 1,2 m.kr.  Sá kostnaður er tekinn af viðhaldsfé hafnarinnar á fjárhagsáætlun ársins.

8.Fundur deildarstjóra 15. ágúst 2011

Málsnúmer 1108081Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Aðalfundur Seyru ehf

Málsnúmer 1108082Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Ólafi Marteinssyni er falið umboð bæjarfélagsins á fundinum.

Bæjarráð telur rétt að beina þeim óskum til stjórnar að umhverfi og útlit húsnæðis Seyru verði tekið til skoðunar m.t.t. lagfæringar.

Fundi slitið - kl. 19:00.