Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

103. fundur 24. nóvember 2010 kl. 16:30 - 16:30 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Anna María Elíasdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Á fundinn mætti Halldór Jóhannsson frá Teikn á lofti og fór yfir tillögu að deiliskipulagi fyrir Snorragötu, Siglufirði.

Samþykkt er að tillaga að deiliskipulagi fyrir Snorragötu fari í auglýsingu í samræmi við framlögð gögn, bæjarstjóra er falið að auglýsa skipulagið í samræmi við umræður á fundi, skv. 25. gr. laga nr. 73/1997.

2.Breyting á húsnæði

Málsnúmer 1011094Vakta málsnúmer

Jón Jónasson Túngötu 39, Siglufirði óskar eftir leyfi til að setja glugga (60x140cm) á norðurgafl viðbyggingar á húseign sinni.

Fagnefnd fagnar framkominni hugmynd en telur nauðsynlegt að fá byggingarnefndarteikningar samkvæmt byggingareglugerð.

3.Framhald verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum

Málsnúmer 1011055Vakta málsnúmer

Samband Íslenskra Sveitarfélaga sendi inn erindi þar sem óskað er eftir afstöðu samstarfsaðila til þess að áframhald verði á verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum næstu 3 árin, þ.e. frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2013. Jafnframt er lögð fram sú breyting á fjármögnun verkefnisins að samstarfsaðilar á sviði úrgangsmála greiði 50% af kostnaði við stöðu verkefnisstjóra.

Við nánari skoðun telur nefndin eðlilegt að vísa málinu til bæjarráðs.

4.Tímabundið stöðuleyfi byggingar

Málsnúmer 1011114Vakta málsnúmer

Jóhann Gunnar Stefánsson framkvæmdarstjóri fyrir hönd Háfells óskar eftir heimild Fjallabyggðar að mannvirki í eigu Háfells fái að standa á athafnasvæði verktaka fram til 31. maí 2011.   Mannvirki sem um ræðir eru svefnskáli og eldhús sem enn standa syðst á athafnasvæði verktaka á Ólafsfirði ásamt skrifstofuhúsnæði á flugvellinum á Siglufirði.

Erindi samþykkt.

5.Tímabundið stöðuleyfi byggingar

Málsnúmer 1011115Vakta málsnúmer

Jóhann Gunnar Stefánsson verkefnissjóri fyrir hönd VK verktaka óskar eftir heimild Fjallabyggðar að 600 fermetra stór skemma sem fyrirtækið keypti af Háfelli fái að standa á athafnasvæði verktaka til 31. maí 2011.

Erindi samþykkt.

6.Árleg aðalskoðun leiksvæða og leikvallatækja

Málsnúmer 1011088Vakta málsnúmer

Einar Baldvinsson fyrir hönd BSI sendir inn erindi þar sem bent er á kröfu um árlega aðalskoðun á leikvallartækjum og leiksvæðum samkvæmt reglugerð 942/2002.  Þar sem það er krafa að löggiltur fagaðili framkvæmi umrædda skoðun. Bíður BSI Fjallabyggð þjónustu sína á þessu sviði.

Nefndin felur tæknideild að leita eftir tilboðum í verkefnið til næstu 3 ára.

7.Tillaga til þingsályktunar um olíu- og gasrannsóknir

Málsnúmer 1011124Vakta málsnúmer

Iðnaðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi.   "Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að tryggja að nú þegar verði hafnar makvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnst á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi.  Leitað verði samstarfs við erlenda aðila um rannsóknir eftir því sem við á og við staðarval verði stuðst við fyrri rannsóknir."

Nefndin gerir ekki athugasemd við tillöguna.

8.Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2011

Málsnúmer 1011102Vakta málsnúmer

Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011.  Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðarljósi og aðgengi fyrir alla.

Nefndin felur umhverfisfulltrúa að sækja styrki til úrbóta á ferðamannastöðum.

9.Fjárhagsáætlun - framkvæmdir

Málsnúmer 1011052Vakta málsnúmer

Farið yfir hugmyndir að framkvæmdum fyrir næsta ár. Fram komu hugmyndir frá tæknideild, umhverfisfulltrúi fór yfir tillögur að verkefnum á opnum svæðum og nefndarfólk kom með hugmyndir.

10.Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði

Málsnúmer 1010072Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundasvæði vestan óss í Ólafsfirði.

Margar ábendingar komu fram og er tæknideild falið að koma ábendingum til hönnuða og óskað er eftir að greinagerð og uppdráttur liggi fyrir á næsta fundi.

11.Starf deildarstjóra tæknideildar

Málsnúmer 1010069Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri og formaður gerðu grein fyrir viðtölum við þá sjö umsækjendur sem nefndin gerði tillögu að.   Viðræðuhópurinn telur tvo umsækjendur standa öðrum framar að hinum ólöstuðum, nefndin mælir með við bæjarstjórn að Ármann Viðar Sigurðsson verði ráðin í starf deildarstjóra tæknideildar.

Samþykkt einróma.

12.Hraðahindrun við kirkjugarð á Siglufirði

Málsnúmer 1011034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi.

13.Stefán Ein.- fyrirspurn um stöðu mála

Málsnúmer 1009089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 16:30.