Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

129. fundur 19. janúar 2012 kl. 17:00 - 17:00 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Sigríður V. Vigfúsdóttir varamaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Búfjárhald

Málsnúmer 1201047Vakta málsnúmer




Hákon Antonsson sækir um leyfi fyrir 3 hesta í eigin húsnæði, Fákafen 11 Siglufirði.


Erindi samþykkt.

2.Búfjárhald

Málsnúmer 1201009Vakta málsnúmer







Haraldur Björnsson sækir um leyfi fyrir 29 kindur, Óðinn Freyr Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir 29 kindur, Egill Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir 5 kindur og Rögnvaldur Þórðarsson sækir um leyfi fyrir 5 kindur.  Kindurnar eru í húseign Haraldar Björnssonar að Lambafeni 1, Siglufirði.


Erindi Haraldar Björnssonar, samþykkt. Erindi Egils Rögnvaldssonar, samþykkt. Erindi Óðins Freys Rögnvaldssonar, samþykkt. Erindi Rögnvaldar Þórðarsonar, samþykkt.

3.Eyrargata 18 - skemmdir á húsi

Málsnúmer 1201017Vakta málsnúmer

Fyrir hönd húseigenda að Eyrargötu 18 Siglufirði, óskar Eiríkur Arnarsson eftir viðræðum við sveitarfélagið um tjón á umræddri húseign sem talið er að hafi orðið á húseigninni við framkvæmdir á götum í kringum húsið.

Tæknideild falið að afla upplýsinga varðandi málið.

4.Götuheiti Ólafsf.

Málsnúmer 1201027Vakta málsnúmer

Hestamannafélagið Gnýfari leggur til að götur á svæði hestamanna í Ólafsfirði fái nöfnin Brimvellir (fyrir framan núverandi hesthús), Faxavellir (við nýju hesthúsin og reiðskemmu) og Fjárvellir (við hús fyrir frístundabúskap).

Erindi samþykkt.

5.Lóðaleigusamningur - Tjarnargata 2

Málsnúmer 1201045Vakta málsnúmer

Lagður er fram lóðaleigusamningur og lóðarblað fyrir Tjarnargötu 2, Siglufirði.

Erindi samþykkt.

6.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Skipulagsstofnun varðandi deiliskipulag við Snorragötu þar sem stofnunin gerir athugsemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulag í B- deild Stjórnartíðinda, þar sem ekki liggur fyrir staðfest aðgerðaráætlun um aðgerðir sveitarstjórnar varðandi uppbyggingu hótels á svæðum A og B, skv. 18. og 19. gr. reglugerðar um hættumat og hættumat liggur ekki fyrir á svæði c, þar sem hluti fyrirhugaðs hótels á að rísa.

Tæknideild falið að gera aðgerðaráætlun.

7.17. aðalfundur Samorku 17. febrúar 2012

Málsnúmer 1201048Vakta málsnúmer

Fundarboð á 17. aðalfund Samorku lagt fram til kynningar.

 

8.Gjaldskrá Moltu 2012

Málsnúmer 1201008Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Moltu ehf., lögð fram til kynningar.

9.Umferðaröryggi á vetrum

Málsnúmer 1201035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Umferðarstofu varðandi hálkuvarnir og snjóhreinsun og hvatt til að öryggi allra vegfarendahópa sé sett í öndvegi.

Fundi slitið - kl. 17:00.