Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

110. fundur 31. mars 2011 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson varamaður
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 1103070Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar á Saurbæjarás, þar sem breyting er gerð á vegi upp á svæði II.

Erindi samþykkt.

2.Hænur

Málsnúmer 1103081Vakta málsnúmer

Ómar Sveinsson og Margrét Eyjólfsdóttir Hafnargötu 8, Siglufirði óska eftir leyfi til að halda 3 hænur og 1 hana í kofa á lóð sinni.  Svæði fyrir hænurnar verður girt af í kringum kofann.  Meðfylgjandi er samþykki nágranna.

Erindi samþykkt.

3.Lóðaleigusamningur

Málsnúmer 1103072Vakta málsnúmer

Lagður er fram lóðaleigusamningur fyrir Ólafsveg 3, Ólafsfirði.

Samþykkt með fyrirvara um að lóðablað verði leiðrétt.

4.Ósk um leyfi til uppsetningar á skilti í Skógrækt

Málsnúmer 1103079Vakta málsnúmer

Skógræktarfélag Siglufjarðar óskar eftir leyfi til að setja upp skilti við slóða upp að vinnuskúr á landsvæði Skógræktar og Landgræðslu sunnan Leyningsár.  Skiltið er að sambærilegri gerð og skiltið við Skarðsveginn afleggjara að skógræktarsvæðinu.

Erindi samþykkt.

5.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1103065Vakta málsnúmer

Ragnar Ragnarsson sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á gámasvæði Fjallabyggðar, Siglufirði.

Nefndin samþykkir erindið en bendir á að við staðsettningu gáms verði haft samráð við tæknideild.

6.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði - heimild til niðurrifs

Málsnúmer 1103013Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar eftir tilskildum leyfum til niðurrifs á húseign við Kirkjuveg 4, Ólafsfirði.

Fyrir liggur þinglýsingarvottorð frá sýlsumanni og eru engar kvaðir á eigninni. 

Tillaga frá Helga:

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar heimilar ekki að svo stöddu niðurrif á Kirkjuvegi 4 fyrr en húsakönnun í Ólafsfirði hefur farið fram.  Fjallabyggð fékk úthlutað 1 milljón frá Húsfriðunarnefnd til að framkvæma byggða- og húsakönnun í Ólafsfirði.  Því telur nefndin það rétt að bíða með að veita heimild til niðurrifs á Kirkjuvegi 4 og óskar jafnframt eftir því að húsakönnun verði flýtt.

Nefndin samþykkir tillöguna en óskar jafnframt eftir kostnaðaráætlun við niðurrif og frágang á umræddri lóð frá tæknideild.

 

7.Umsókn um að setja upp tjaldsvæði

Málsnúmer 1005039Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn vísaði þessum lið aftur til nefndarinnar í ljósi erindis sem kom frá Skipulagsstofnun þann 3. mars sl.  Þar sem kemur fram að breytinga sé þörf á aðalskipulagi Fjallabyggðar ef leyfi verður gefið fyrir tjaldsvæði á umræddri lóð.

Nefndin leggur til að ráðist verði í grenndarkynningu á umsókn um tjaldsvæði og gistiheimili á landaeigninni Brimnesi í Ólafsfirði og í framhaldi af niðurstöðum grenndarkynningar verður tekin ákvörðun um skipulag á svæðinu.  Grenndarkynning nær til íbúa frá Þverbrekku að Brimnesi.

8.Uppsetning umferðarmerkja í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103094Vakta málsnúmer

Jón Árni Konráðsson sendi inn erindi varðandi umferðarmál í sveitarfélaginu og bendir á hvað megi betur fara og leggur til að farið verði í úrbætur í umferðarmerkingum.

Nefndin þakkar góðar ábendingar og felur tæknideild að vinna í málinu.

9.Breytingar á vatnalögum, 561. mál

Málsnúmer 1103098Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Skilti / vegvísir

Málsnúmer 1103101Vakta málsnúmer

Jón Andrjes Hinriksson fyrir hönd Olíuverslunar Íslands hf. óskar eftir leyfi til að setja upp skilti (vegvísi) ca. 40x40 cm að stærð á ljósastaur á gatnamótum Suðurgötu og Snorragötu sem vísar á bensínstöð Olís.

Erindi hafnað á þeim forsendum að  umræddur ljósastaur stendur við þjóðveg í þéttbýli sem er á vegum vegagerðarinnar, en felur nefndin tæknideild að koma með hugmynd að þjónustu og upplýsingarskilti í sveitarfélaginu fyrir 1. maí.

11.Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1103110Vakta málsnúmer

Lögð er fram breytingartillaga á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028, sem snýr að breytingu á landnotkun 1700 fermetra landsvæðis við Hornbrekkubót í Ólafsfirði.  Vestasti hluti verslunar- og þjónustusvæðis í Hornbrekkubót mun fá skilgreininguna opið svæði til sérstakra nota í samræmi við aðliggjandi svæði.

Samþykkt.

12.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Snorragötu Siglufirði. 

Þar sem breytingar hafa verið gerðar á áður samþykktri tillögu er hún lögð aftur fyrir nefndina.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagi fyrir Snorragötu verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/ 2010.

13.Deiliskipulag við Bylgjubyggð og frístundabyggð

Málsnúmer 1012023Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Hornbrekkubót, Ólafsfirði. 

Þar sem breytingar voru gerðar á áður samþykktri tillögu er hún lögð aftur fram fyrir nefndina.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagi fyrir Hornbrekkubót verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/ 2010.

14.Deiliskipulag -Flæðar

Málsnúmer 1003111Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Flæðar, Ólafsfirði. 

Þar sem breytingar voru gerðar á áður samþykktri tillögu er hún lögð aftur fram fyrir nefndina.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagi fyrir Flæðar verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/ 2010.

15.Gildistaka mannvirkjalaga

Málsnúmer 1102011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.