Ársreikningur 2009

Málsnúmer 1004020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 166. fundur - 13.04.2010

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs:

bæjarfulltrúarnir, Þorsteinn Ásgeirsson, Helga Jónsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Guðmundur Skarphéðinsson, Egill Rögnvaldsson og Kristján Hauksson.
Endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G Þorsteinsson.

Þorsteinn G Þorsteinsson endurskoðandi gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings Fjallabyggðar.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.555,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 23,5 millj. kr. Hækkun varð á handbæru fé um 52 þús. kr. og er handbært fé í árslok 324,6 millj. kr.
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2009 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 13.04.2010

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.555,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 23,5 millj. kr. Hækkun varð á handbæru fé um 52 þús. kr. og er handbært fé í árslok 324,6 millj. kr.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2009 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 49. fundur - 11.05.2010

Síðari umræða.

Bæjarstjóri fór yfir ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2009 og tiltók helstu stærðir.

Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 96,4 millj. kr.


Samantekt fyrir A og B hluta er eftirfarandi:

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 23 millj. kr. á móti neikvæðri áætlun upp á 54 millj. kr., en það er um 31 millj. kr. betri afkoma en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2009. Til samanburðar var rekstrarniðurstaðan árið 2008 neikvæð um 57 millj. kr.

 

Skatttekjur ársins voru 772 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 781 millj. kr. Mismunur 9 millj. kr. er vegna lægri útsvarstekna. Til samanburðar voru skatttekjur árið 2008, 726 millj. kr.

 

Tekjur frá Jöfnunarsjóði voru 319 millj. kr. Áætlaðar tekjur Jöfnunarsjóðs voru 317 millj. kr. og urðu því 2 millj. kr. hærri en reiknað var með. Til samanburðar voru tekjur Jöfnunarsjóðs árið 2008 431 millj. kr. og er tekjulækkun milli ára 112 millj. kr.

 

Aðrar tekjur og hagnaður af sölu eigna voru 464 millj. kr. en til samanburðar í fyrra 417 millj. kr.

 

Laun og launatengd gjöld voru 902 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 886 millj. kr. Mismunur til hækkunar launa er 6 millj. kr. og fellst aðallega í hækkun lífeyrisskuldbindinga. Til samanburðar voru laun og launatengd gjöld 817 millj. kr. árið 2008.

 

Annar rekstrarkostnaður og afskriftir voru 605 millj. kr., en voru til samanburðar árið 2008 645 millj. kr.

 

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 71 millj. kr. en til samanburðar 115 millj. kr. árið 2008.

Helstu breytingar milli áranna 2008 og 2009.

 

Veltufjárhlutfall hefur lækkað úr 2,44 í 2,31.

Eigið fé hefur lækkað í 1 milljarð úr 1,024 millj. kr.

Skuldir og skuldbindingar hafa hækkað úr 1.780 millj. kr. í 1.799 millj. kr.

Veltufé frá rekstri hefur lækkað úr 237 millj. kr. í 183 millj. kr.

Handbært fé í árslok var 324 millj. kr. og er það svo til sama upphæð og í árslok 2008.

Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum lækkuðu milli ára úr 291 millj. kr. í 149 millj. kr.

Afborganir langtímalána voru 101 millj. kr. miðað við 96 millj. kr. árið 2008.

 

Sem fyrr á þessu kjörtímabili voru engin ný lán tekin á árinu 2009.

 

Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2009 sýnir góða stöðu og er fjárhagur Fjallabyggðar mjög sterkur.

Til máls tóku Þorsteinn Ásgeirsson og Egill Rögnvaldsson

Eftirfarandi bókun var lögð fram:
"Meirihluti B- og D-lista telja að vel hafi tekist til í rekstri á árinu 2009.

Ársreikningar Fjallabyggðar fyrir árið 2009 bera glöggt merki sterkrar fjárhagsstöðu. Framkvæmt hefur verið eingöngu fyrir eigið fé og engar nýjar lántökur verið síðan 2005. Handbært fé  31. desember 2009 er kr. 324,6 milljónir.  Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 var lagt  af stað með hallarekstur á  A-og B-hluta  upp rúmlega 110 milljónir króna en niðurstaðan er halli upp kr. 23,7 milljónir.  A-hluti er rekinn með 96,4 milljóna afgangi. Búið hefur verið í haginn fyrir frekari hagræðingu í rekstri, þannig að á næstu árum ætti að nást afgangur af allri samstæðunni.

Meirihluti B- og D-lista álíta stöðu Fjallabyggðar sterka og  telja núverandi bæjarstjórn skila góðu búi til komandi bæjarstjórnar. Jafnframt þakkar meirihlutinn H-listanum fyrir gott samstarf og aðkomu að málum á líðandi kjörtímabili".


Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir 2009 var samþykktur með 9 atkvæðum.