Fjallabyggðarhafnir auglýsa eftir áhugasömum samstarfsaðila til þess að sinna tilteknum verkefnum á álagstímum hafnarinnar, m.a. í kringum komu skemmtiferðaskipa, aukinni tíðni löndunar á afla og viðhaldsverkefnum. Um væri að ræða verktöku á útvistun verkefna sem m.a. fælu í sér:
- Vöktun skemmtiferðaskipa (þarfnast réttinda)
- Lokanir á vinnusvæðum
- Almenn umhirða, þrif og smávægilegt viðhald á hafnarsvæðum
- Álestur af mælum
Vinnutími viðkomandi starfsmanns/starfsmanna yrði að vera nokkuð sveigjanlegur þannig að hægt væri að kalla til þegar þörf er á og álagstímar eru við hafnirnar. Um er að ræða verkefni sem væri tímabundið frá 1. mars 2025 – 1. nóvember 2025 eða 8 mánaða tímabil.
Áhugasamir aðilar eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsókn á tölvupóstfang hafnarstjóra, thorirh@fjallabyggd.is, þar sem fram kæmu helstu upplýsingar umsóknaraðila varðandi reynslu af svipuðum eða sambærilegum störfum og réttindi. Umsóknir eru opnar fyrir einstaklinga sem og fyrirtæki. Fjallabyggð áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum, semja við fleiri en einn aðila eða leita annarra lausna eftir mati á þörfum verkefnisins.