Skráning er hafin í Vinnuskóla Fjallabyggðar sumarið 2025
Vinnuskólinn er fyrir ungmenni sem nýlokið hafa 8., 9. eða 10.bekk.
Forráðamenn þurfa að skrá unglinginn sinn í Vinnuskólann. Skráningin fer fram í Forms skráningarskjali Skráning
Vakin er athygli á að árið sem 16 ára aldri er náð verður skattskylda eins og hjá fullorðnum og þarf launþegi að ráðstafa persónuafslætti til vinnuveitanda. Ráðstöfun persónuafsláttar er á ábyrgð launþega. Upplýsingar um hvernig ráðstafa eigi persónuafslætti verða sendar með tölvupósti.
Dagsetningar:
Skólinn hefst þriðjudaginn 10. júní kl. 8.30 hjá öllum. Nemendur búsettir á Siglufirði mæta í Áhaldahús Fjallabyggðar. Nemendur búsettir á Ólafsfirði mæta í Hafnarskúrinn (Hafnarvogin).
Áætlaður lokadagur Vinnuskólans er miðvikudagur 30. júlí. Þó gefst ungmennum sem lokið hafa 10. bekk kostur á að vinna til 1. ágúst.
Vinnutími:
Ungmenni sem nýlokið hafa 8. bekk: Mætt er fyrir hádegi fimm daga í viku, frá kl. 8:30 til kl. 12:00. Einnig er hægt að haga vinnu þannig til ef einstaklingur vill frekar vinna frá 13:00 – 16:30 þá er það í boði líka. Daglegur vinnutími reiknast 3,5 klst. eða 17,5 tímar á viku.
Ungmenni sem nýlokið hafa 9. bekk: Unnið frá kl. 8:30 til 12:00 og frá kl. 13:00 til 16:30. Daglegur vinnutími reiknast 7 klst. Unnið er 3,5 klst. fyrir hádegi á föstudögum. Samtals möguleiki á 31,5 klst. vinnu á viku.
Ungmenni sem nýlokið hafa 10. bekk: Unnið frá kl. 8:30 til 12 og frá kl. 13:00 til 16:30. Daglegur vinnutími reiknast 7 klst. Samtals möguleiki á 35 klst. vinnu á viku.
Vinnuskólinn áskilur sér rétt til að takmarka frekar vinnutíma ef skráning fer fram úr áætlunum.
Dagskrá:
Almenn störf og áherslur í Vinnuskóla eru garðyrkja, gróðursetning, hirðing á lóðum og opnum svæðum bæjarins.
Skóla- og starfsreglur vinnuskóla Fjallabyggðar