Aðstoð við áfengissjúka og vímuvarnir

Félagsþjónusta Fjallabyggðar starfar að forvörnum í áfengis- og vímugjafamálum í nánu samstarfi við aðrar deildir og stofnanir Fjallabyggðar, sem og lögreglu, heilbrigðisþjónustu og aðra aðila sem starfa á sviði vímuvarna. Félagsþjónustan stuðlar eftir föngum að því að áfengissjúkir og þeir sem misnota áfengi eða aðra vímugjafa fái viðeigandi meðferð og aðstoð og veitir aðstandendum og fjölskyldum áfengissjúkra ráðgjöf og aðstoð eftir því sem við á. Enn fremur er leitast við að tryggja að áfengissjúkir og misnotendur vímugjafa, sem fengið hafa meðferð og læknishjálp, fái nauðsynlegan stuðning og aðstoð til að lifa eðlilegu lífi að meðferð lokinni.