Leyfi til búfjárhalds - sauðfé í Fjallabyggð

Málsnúmer 1709084

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16.10.2017

Til umræðu leyfi til sauðfjárhalds í Fjallabyggð.
Erindi svarað
Leyfi til búfjárhalds sem gefin hafa verið út í Fjallabyggð eru öll útrunnin. Tæknideild falið að senda fjáreigendum í Fjallabyggð bréf þess efnis að þeir þurfa að endurnýja leyfi sín til búfjárhalds.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22.11.2017

Lagðar fram eftirfarandi umsóknir um leyfi til búfjárhalds sem uppfylla skilyrði 3.gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð.

Ásgrímur Pálmason, 15 sauðfé og 4 hestar.
Baldur Aadnegard, 20 sauðfé.
Baldur Æ. Baldursson, 20 sauðfé.
Guðni Ólafsson, 15 sauðfé og 10 hænsni.
Haraldur Björnsson, 67 sauðfé.
Haukur Orri Kristjánsson, 1 hestur.
Hákon J. Antonsson, 2 hestar.
Heimir G. Hansson, 2 hestar.
Hreinn B. Júlíusson, 8 hestar.
Ingvi Óskarsson, 15 sauðfé.
Jón Árni Konráðsson, 40 sauðfé, 50 hænsni og 20 endur.
Jónas Baldursson, 20 sauðfé.
Karl R. Freysteinsson, 10 hestar.
Magnús Jónasson, 3 hestar.
Ólafur G. Guðbrandsson, 25 sauðfé.
Óskar Finnsson, 15 sauðfé.

Tæknideild falið að gefa út leyfisbréf til ofantaldra í samræmi við 5.gr ofangreindrar samþykktar.

Eftirtaldar umsóknir uppfylla ekki skilyrði skv. a lið 3.gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð og er því hafnað:

Á. Gunnar Júlíusson, 11 sauðfé
Egill Rögnvaldsson, 4 sauðfé
Óðinn Rögnvaldsson, 5 sauðfé

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 220. fundur - 11.12.2017

Lagðar fram eftirtaldar umsóknir um leyfi til búfjárhalds;

Helga Lúðvíksdóttir, 10 hestar
Jón Valgeir Baldursson, 15 sauðfé og 10 hænsni
Daníel Páll Víkingsson, 15 sauðfé
Ágúst Örn Jónsson, 10 sauðfé
Samþykkt
Umsóknir þessar uppfylla skilyrði 3. gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð. Tæknideild falið að gefa út leyfisbréf í samræmi við 5. gr. samþykktarinnar.