Umferð á Aðalgötu, Siglufirði

Málsnúmer 1709086

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16.10.2017

Tekið fyrir erindi íbúa, dagsett 21. júlí 2017, þar sem lýst er yfir áhyggjum af umferð á Aðalgötu Siglufirði.
Erindi svarað
Nefndin tekur undir áhyggjur íbúa og leggur til að sett verði stöðvunarskyldumerki í stað biðskyldu á gatnamótum Norðurgötu - Aðalgötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 222. fundur - 12.02.2018

Tekið fyrir erindi íbúa, dagsett 6. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að settur verði upp spegill á horni Norðurgötu/Aðalgötu til viðbótar við stöðvunarskyldu sem nýverið var sett upp.
Nefndin felur tæknideild að ráðfæra sig við lögreglu vegna umferðaröryggis á gatnamótum Norðurgötu/Aðalgötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 223. fundur - 07.03.2018

Á fundi nefndarinnar 12. febrúar sl. var lagt fram erindi íbúa sem óskaði eftir því að settur yrði upp spegill á horni Norðurgötu/Aðalgötu til viðbótar við stöðvunarskyldu sem nýverið var sett upp. Nefndin fól tæknideild að ráðfæra sig við lögreglu vegna umferðaröryggis á umræddum gatnamótum. Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dagsett 15. febrúar 2018 vegna fundar hans við Sigurbjörn Þorgeirsson lögreglumann. Þar er bent á að ef setja á spegil við gatnamótin þá þyrfti að breyta þeim aftur í biðskyldu þar sem spegill myndi hvetja til þess að að stöðvunarskylda yrði ekki virt. Ekki var tekin afstaða til þess hvort hentaði betur, biðskylda með spegli eða stöðvunarskylda.
Erindi svarað
Nefndin leggur til að sett verði annað stöðvunarskyldumerki vestan við gatnamótin, þannig verði sýnilegra að um stöðvunarskyldu sé að ræða.