Leyfi fyrir girðingu og steinabeði á lóðarmörkum Vesturgötu 5, Ólafsfirði

Málsnúmer 1710041

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16.10.2017

Tekið fyrir erindi Björgvins Björnssonar og Vöku Njálsdóttur, dagsett 4. október 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja steinabeð ásamt skjólveggjum við norðurhlið Vesturgötu 5, Ólafsfirði.
Synjað
Erindi hafnað og umsækjanda gert að fjarlægja steinabeðið fyrir 1.nóvember nk.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22.11.2017

Á 218.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var umsókn um leyfi fyrir steinabeði hafnað og umsækjendum gert að fjarlægja það fyrir 1.nóvember 2017.

Tekið fyrir erindi Björgvins Björnssonar og Vöku Njálsdóttur dagsett 30. október 2017 þar sem tilkynnt er um að framkvæmdum við steinabeð á lóðarmörkum Vesturgötu 5 sé lokið. Fram kemur að aðilar telji steinabeðið vera inn á lóð Vesturgötu 5 og vísa í lóðarleigusamning frá 1935 þar að lútandi.
Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Vesturgötu 5 frá 1935. Skv. 3. gr. samningsins er leigutíminn 25 ár frá undirskrift og rann hann því út árið 1960. Gangstéttar í Fjallabyggð eru í umráði sveitarfélagsins og eru almenningsrými sem eiga að vera aðgengileg almenningi. Með steinabeðinu er aðgengi almennings að gangstéttinni skert. Skv. byggingarreglugerð er girðing eða skjólveggur á mörkum lóða alltaf háður samþykki beggja lóðarhafa og skal leita samþykkis áður en hafist er handa við smíðina (7.2.3.gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012). Nefndin áréttar að fjarlægja skuli steinabeðið sem fyrst og framlengir frest til þess til 1.janúar nk.