Alþýðuhúsið á Siglufirði og tún sunnan við - framtíðarnýting

Málsnúmer 1104026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 211. fundur - 19.04.2011







Lögð fram tillaga Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur um nýtingu á Alþýðuhúsinu á Siglufirði og túninu sunnan við þá byggingu og hugmyndir um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.
Tillagan gerir ráð fyrir því að Alþýðuhúsið verði lifandi menningarhús og þar sunnan við verði skúlptúrgarður.
Aðalheiður flytji starfsemi sína að hluta, í húsið og skipuleggi m.a. sýningarhald, menningardaga barna og listasmiðjur.

Bæjarráð tekur vel í hugmyndina og vísar til umfjöllunar í menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 07.06.2011

Bæjarráð hefur vísað tillögu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur um nýtingu á Alþýðuhúsinu á Siglufirði og túninu sunnan við þá byggingu til nefndarinnar.  Tillagan gerir ráð fyrir að Alþýðuhúsið verði lifandi menningarhús og þar sunnan við verði skúlptúrgarður.

Nefndin tekur jákvætt í erindið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20.03.2012

Óskað er eftir stuðningi Fjallabyggðar við uppbyggingu á Alþýðuhúsinu á Siglufirði, en þar á að hefjast menningarstarfsemi í húsinu í júlí n.k.

Aðalhlutverk hússins er að vera vinnustofa fyrir allar listgreinar og fræðimennsku.

Eigandi hússins Aðalheiður S. Eysteinsdóttir óskar eftir styrk sem nemur álagningu fasteignagjalda á húsið enda er ætlun hennar að standa fyrir menningardegi og listasmiðju fyrir bæjarbúa ár hvert.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur sem nemur fasteignaskatti ársins 2011, í samræmi við reglur bæjarfélagsins og er hann kr. 198.990.

Samþykkt samhljóða.