Safnlóð Síldarminjasafns Íslands ses

Málsnúmer 1105133

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 07.06.2011

Örlygur Kristfinnsson fyrir hönd Síldarminjasafn Íslands óskar eftir leyfi til að vinna að eftirfarandi atriðum á safnalóð:

1. Flytja "lýsistank" af lóðinni sunnan Gránu, á nýjan stað milli Bátahúss og Gránu skv. meðfylgjandi teikningu.

2. Flytja nótabát af suðurhluta lóðarinnar og setja hann vestarlega á lóð sunnan við Gránu skv. teikningu.

3. Leggja göngupallar milli Róaldsbrakka og Gránu, sjá teikningu

4. Að klæða Njarðarskemmu (bakhús við Gránu) með bárujárni.  Það var reyndar byrjað á því fyrir nokkrum árum án þess að óskað hafi verið eftir samþykki nefndarinnar.

5. Setja upp fánastöng sunnan við fremsta hluta Bátahússins. sjá teikningu.

6. Koma fyrir upplýsingarskilti framan við Bátahúsið þar sem verður kynning á síldarhöfninni í gamla daga. sjá teikningu.

7. Staðsetja tvö skilti fyrir safnið nyrst og syðst á safnasvæði.  Norðan við Slökkvistöð og sunnan við Ásgeirsskemmu.  Skilti með mynd af safnhúsunum og upplýsingum um opnunartíma.

Nefndin samþykkir  1. - 6. lið en hafnar 7. lið