Pallasmíð og viðbygging við Hvanneyrarbraut 22b Siglufirði

Málsnúmer 1105148

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 07.06.2011

Sigríður Ingvarsdóttir og Daníel Gunnarsson sækja um leyfi til að byggja sólpall við húseign sína við Hvanneyrarbraut 22b með heitum potti.  Eins sækja þau um leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið ofan á pallinum skv. meðfylgjandi teikningu.

Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir bygginganefndarteikningum svo hægt sé að grenndarkynna framkvæmdina.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 07.09.2011

Á fundi nefndarinnar þann 7. júní sl. sóttu eigendur húseignar við Hvanneyrarbraut 22b um leyfi til að byggja við húseignina.  Nefndin tók vel í erindið og óskaði eftir bygginganefndarteikningum svo hægt væri að grenndarkynna framkvæmdina. 

Erindi frestað og vísað til tæknideildar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 06.10.2011

Lagðar eru fram teikningar af breytingum á húseigninni Hvanneyrarbraut 22b, Siglufirði til samþykktar.

Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 16.11.2011

Lögð fram teikning af Hvanneyrarbraut 22b með áritunum nágranna fyrir samþykki sínu á viðbyggingunni.

Erindi samþykkt og tæknideild falið að gefa út byggingaleyfi.