Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 1103070

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 31.03.2011

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar á Saurbæjarás, þar sem breyting er gerð á vegi upp á svæði II.

Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 07.06.2011

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Saurbæjarás sem er skilgreint 21,5 ha að flatarmáli og afmarkast við Skútudalsá í norðri og austri, strandlengju í vestri og Saurbæjarás í suðri.  Þar er gert ráð fyrir 27 frístundahúsum ásamt útivistasvæði.

Tillagan var auglýst frá 21. apríl - 2. júní 2011.  Á auglýsingartímanum bárust 2 athugasemdir.

 

Erindi: Athugasemd vegna tillögu um deiliskipulagsbreytingu fyrir Saurbæjarás, Siglufirði.

Undirrituð Einar Á. Sigurðsson 151159-2229 og Stefanía G. Ámundadóttir 030162-4209 sem sótt hafa um úthlutun á sumarhúsalóð v/Skútastíg 3 í ofangreindri frístundabyggð óska eftir að gera athugasemd við tillögu að deiliskipulaginu. Það sem við óskum eftir að gera athugasemd við er "kvöð" um göngustíg/reiðleið á milli lóðanna við Skógarstíg 10 og Skógarstíg 12. Undirrituð telja að sumarhúsabyggð og reiðvegir ekki passa saman. Undirrituð hafa slæma reynslu af slíku héðan frá Hafnarfirði þar sem sumarhúsahverfi fyrir ofan bæinn er skipulagt með sérstaka reiðstíga. Allt of oft færa hestamennirnir sig þó yfir á akvegi sem ætlaðir eru fyrir vegfarendur sem eiga leið í sumarhús sín, eigendum sumarhúsanna til mikils ama. Vegir sem ætlaðir eru til að komast að sumarhúsunum hafa með tímanum breyst í reiðvegi með tilheyrandi hættu fyrir ökumenn og gangandi vegfarendur. Margoft hefur verið kvartað yfir óþrifum af hestaskít og rykmyndun sem fylgir hestamönnum sem hleypa hestum sínum á sprett gegnum sumarhúsahverfið hér fyrir ofan Hafnarfjörð við bæjaryfirvöld án nokkurra undirtekta. Þannig að undirrituð vilja gera mjög ákveðnar athugasemdir við það að reiðleiðir verði leyfðar í gegnum sumarhúsahverfið. Engar athugasemdir eru gerðar við umferð gangandi fólks enda fylgir gangandi fólki hvorki rykmyndun né skítur á vegum. Annað mál er með að leyfa hestaumferð í gegnum sumarhúsahverfið af ofangreindum ástæðum. Hættumyndun getur verið fyrir bæði bíla og gangandi vegfarendur ef hestur fælist á akvegi . Öll rök benda því til þessa að reiðvegir eigi að vera alveg aðskildir frá bílaumferð og umferð gangandi vegfarenda. Best væri því að fyrirbyggja framtíðarvandamál sem þetta strax og fella út "kvöð" um reiðveg út úr skilmálum um sumarhúsabyggð á Saurbæjarás og reyna að úthugsa aðrar reiðleiðir þannig að fyrirbyggja megi alla árekstra um þessi mál síðar meir. Sumarhúsahverfi og hestamannahverfi og reiðleiðir eru ólík í eðli sínu og eiga alls ekki saman vegna ofangreindra ástæðna. byggðalagi. Undirrituð hafa ekkert á móti hestum eða hestafólki en telja hagsmunum allra aðila, bæði sumarhúsaeigenda, gangandi vegfarenda og hestaeigenda best borgið með því að sem mest umferð þessara aðila að fenginni reynslu héðan úr okkar byggðalagi.

Með kveðju. Einars Á. Sigurðsson / Stefanía G. Ámundadóttir Hafnarfirði.

 

Svar nefndar:

Nefndin þakkar ábendingarnar og leggur til að sú reiðleið sem liggur í gegnum frístundabyggðina verði feld út .

 

Skipulags- og umhverfisnefnd

Eftir skoðun skipulagi frístundabyggðar í austanverðum Siglufirði viljum við undirrituð koma eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri.

Við eigum lögheimili á Árósi í jaðri þessa skipulagða svæðis og höfum áhyggjur af rotþróm sem fyrirhugað er að staðsetja rétt við lóðarmörk okkar.  Þarna höfum við haft land að láni frá sveitarfélaginu í nær tuttugu og fimm ár og höfum við plantað þar talsverðu af trjám og runnum og hlúð þannið að fuglavarpi að margföldun hefur orðið á varpi fugla og margar nýjar tegundir bæst við.  Með tilliti til nálægðar við íbúðarhús okkar og hið fjölbreytilega og viðkvæma lífríki mýrlendisins, hvetjum við skipulags- og umhverfisnenfd til að endurskoða staðsetningu rotþrónna.  Ef ekki finnst betri staðsetning en neðan vegarins (Ráeyrarvegar), þá verði staðsetningin a.m.k. færð mun sunnar í brekkuna.  Viljum við gjarnan fá að skoða aðstæður með fulltrúa sveitarfélagsins svo viðunandi lausn finnist á málinu.

Í von um farsæla lausn.

Virðingarfyllst Guðný Róbertsdóttir og Örlygur Kristfinnsson.

 

Svar nefndar:

Nefndin þakkar ábendinguna. Staðsetning rotþróa verður neðan við Ráeyrarveg og tæknideild skoðar þann möguleika að færa umrædda rotþró sunnar.

 

Nefndin leggur til að deiliskipulags tillagan verði send Skipulagsstofun til samþykktar með áorðnum breitingum.