Uppbygging nýrra göngustíga í Fjallabyggð

Málsnúmer 2305009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 03.05.2023

Í fjárhagsáætlun Fjallabyggðar er gert ráð fyrir 20 milljónum í göngustígagerð. Með áætluninni kom engin nánari lýsing á hvaða stígar þetta væru eða forgangsröðun verkefna. Nefndin vill leggja sitt af mörkum til að koma þessum málum í farveg, marka áætlun fyrir 2023 og leggja drög að áframhaldandi uppbyggingu stíga í sveitafélaginu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin óskar eftir að tæknideild leggi fyrir nefndina tímasetta áætlun um það hvenær raunhæft væri að ráðast í þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í meðfylgjandi skjali. Einnig er óskað eftir stuttri byggingarlýsingu, stöðu skipulags, ásamt kostnaðarmati á hönnun og framkvæmdum, svo óska megi eftir heimild bæjarráðs til að hefjast handa. Búi tæknideild yfir þekkingu á öðrum aðkallandi stígaverkefnum óskar nefndin einnig eftir sömu upplýsingum um þau verkefni.