Umsókn til skipulagsfulltrúa - Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2301020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 01.02.2023

Lögð fram umsókn dagsett 5.1.2023 þar sem Lúðvík Freyr Sverrisson óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Ægisgötu 6 sem hann hefur fengið úthlutað. Breytingin felst í því að byggingarreitur verði stækkaður úr 21,4x10 m í 22x12 m., hámarksbyggingarmagn verði aukið úr 200 fm í 260 fm., þakhalli megi vera 15° og að lóðin stækki til suðvesturs um ca. 70 fm.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að umsækjandi breyti deiliskipulagi í samræmi við framlagt erindi að undanskyldri stækkun lóðar til suðvesturs þar sem sá hluti tilheyrir lóðinni Austurstíg 7 skv. gildandi deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 03.05.2023

Lagður fram breytingaruppdráttur vegna Ægisgötu 6 dags. 3.4.2023. Breytingin felst í stækkun byggingarreits á Ægisgötu 6 úr 21,4x10m í 22x12m, hámarksbyggingarmagn fer úr 200fm í 260fm og leyfilegur þakhalli fer úr 30-35°í 0-35°.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir framlagða breytingu fyrir sitt leyti og verður hún afgreidd skv. 2. og 3.mgr 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 230. fundur - 15.05.2023

Á 298. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagður fram breytingaruppdráttur vegna Ægisgötu 6 dags. 3.4.2023. Breytingin felst í stækkun byggingarreits á Ægisgötu 6 úr 21,4x10m í 22x12m, hámarksbyggingarmagn fer úr 200fm í 260fm og leyfilegur þakhalli fer úr 30-35°í 0-35°.
Nefndin samþykkti framlagða breytingu fyrir sitt leyti og var hún afgreidd skv. 2. og 3.mgr 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.