Umsókn um lóð undir smáhýsi

Málsnúmer 2009001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258. fundur - 16.09.2020

Með tölvupósti frá 4. september 2020 óskar Vernharður Skarphéðinsson eftir heimild frá Skipulags- og umhverfisnefd til þess að láta vinna deiliskipulag fyrir smáhýsabyggð í Skarðsdal. Meðfylgjandi er loftmynd af svæðinu sem um ræðir.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 06.01.2021

Á 258. fundi nefndarinnar, þann 4. September 2020, var tekin fyrir umsókn Vernharðar Skarphéðinssonar um lóð undir smáhýsabyggð í Skarðsdal. Nefndin tók jákvætt í erindið en óskaði eftir frekari upplýsingum.
Nú liggja fyrir meiri upplýsingar um fyrirhugaða smáhýsabyggð auk umsóknar umsækjanda um heimild til deiliskipulagsgerðar.
Nefndin heimilar umsækjanda að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið en bendir á að ekki sé til hættumat m.t.t. ofanflóða af svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 01.11.2022

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag fyrir þjónustuhús og smáhýsi við Skarðsveg á Siglufirði. Deiliskipulagið kallar á breytingu á aðalskipulagi og er sú breyting einnig kynnt í skipulagslýsingunni. Deiliskipulagið er unnið af Basalt arkitektum fyrir Vernharð Skarphéðinsson en breyting á aðalskipulagi verður í höndum Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga f.h. Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 292. fundur - 07.12.2022

Lagðar fram umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar sem auglýst var frá 10. nóvember til 1. desember 2022. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra. Einnig lögð fram drög að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 þar sem búið er að bregðast við þeim ábendingum sem bárust.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að tillögurnar verði kynntar íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 4.mgr. 40.gr. og 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 01.02.2023

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóða undir smáhýsi í Skarðsdal dagsett 2.12.2022 og breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 dagsett 1.12.2022, sem kynnt var fyrir opnu húsi þann 16.janúar sl.
Samþykkt
Nefndin samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og leggur til að þær verði auglýstar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 03.05.2023

Lögð fram að nýju tillaga deiliskipulags lóða undir smáhýsi í Skarðsdal ásamt breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar sem auglýst var samhliða dagana 9. febrúar - 28. mars 2023 skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig lagðar fram þær umsagnir sem bárust frá umsagnaraðilum og svör við þeim. Engar aðrar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir deiliskipulag smáhýsa í Skarðsdal ásamt breytingu á aðalskipulagi fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 230. fundur - 15.05.2023

Á 298. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram að nýju tillaga deiliskipulags lóða undir smáhýsi í Skarðsdal ásamt breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar sem auglýst var samhliða dagana 9. febrúar - 28. mars 2023 skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig lagðar fram þær umsagnir sem bárust frá umsagnaraðilum og svör við þeim. Engar aðrar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Nefndin samþykkti deiliskipulag smáhýsa í Skarðsdal ásamt breytingu á aðalskipulagi fyrir sitt leyti og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.