Styrkumsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

Málsnúmer 2208062

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 787. fundur - 25.04.2023

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingar úr sjóðnum vorið 2023. Umsóknir Fjallabyggðar um styrki vegna "Gönguleiðar að Selvíkurvita og rústum Evangers 1. hluti" og "Stikun og merkingar á gönguleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar" voru samþykktar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með styrkina og felur bæjarstjóra að undirrita samningana fyrir hönd sveitarfélagsins og koma verkefnunum í farveg.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 03.05.2023

Lögð fram til kynningar ákvörðun Ferðamálastofu um úthlutun styrkja til Fjallabyggðar fyrir verkefnin; Stikun og merkingar á gönguleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, styrkupphæð 10.202.205kr og Gönguleið að Selvíkurvita og rústum Evangers 1. hluti, styrkupphæð 2.837.376kr.
Lagt fram til kynningar