Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

88. fundur 07. apríl 2010 kl. 16:30 - 16:30 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson formaður
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður
  • Júlíus Hraunberg Kristjánsson aðalmaður
  • Anna María Elíasdóttir varamaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Breyting á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023 - Íbúðasvæði við Túngötu

Málsnúmer 1002063Vakta málsnúmer

Bréf hefur borist frá Skipulagsstofnun þar sem fram kemur að stofnunin geti ekki fallist á að um óverulega breyting á Aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023, íþróttasvæði verði að íbúðarbyggð, og telur að auglýsa þurfi tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.  Að fella niður opið svæði í fastmótaðri byggð og breyta því í íbúðarsvæði varðar íbúa bæjarins auk þess sem byggðarmynstur og yfirbragð nýrrar íbúðarbyggðar snertir beint hagsmuni nágranna.  Í greinargerð með tillögunni þarf að gera grein fyrir þéttleika fyrirgeðrar byggðar auk þess sem æskilegt er að gerð verði grein fyrir byggðarmynstri, þ.e. húsagerð og hæðum húsa, þar sem um þéttingu byggðar er að ræða.  

Nefndin telur nauðsynlegt að boðað verði til íbúafundar á Siglufirði vegna breytinga á aðalskipðulagi Siglufjarðar fimmtudaginn 15. apríl 2010.

2.Lega háspennukapla við Norðurtún

Málsnúmer 1003087Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Rarik sendir Þorsteinn Jóhannesson inn erindi varðandi legu háspennukapla við Norðurtún.  Við skóðun á lagnaleiðum við Norðurtún hefur Rarik ákveðið að leggja fremur 36kV rafstreng frá Skeiðsfossstrengnum niður í aðveitustöðina við Norðurgötu, í stað 24kV eins og áður var áformað.  Við þessa breytingu er talið eðlilegra að tengja strengina saman neðan við enda Stóra Bola í stað þess að hafa tenginguna ofan við Suðurgötu.

Óskar Þorsteinn fyrir hönd Rarik um leyfi til að leggja 3x36kV strengi í samræmi við fjólubláu skrikalínu á meðfylgjandi korti.

Erindi samþykkt.

3.Óskað eftir að byggður verði stoðveggur á austanverðum mörkum lóðar og götu við Laugarveg 18 Siglufirði

Málsnúmer 1003090Vakta málsnúmer

Friðrik Hannesson fer þess á leit við Fjallabyggð að steyptur verði stoðveggur á austanverðum mörkum lóðar og götu fasteignarinnar að Laugarvegi 18, Siglufirði til að hindra framskrið lóðar.

Þar sem ekki hefur verið mörkuð stefna í uppbyggingu stoðveggja við götur í sveitarfélaginu, telur nefndin sér ekki fært að afgreiða erindið.

Tæknideild er falið að kanna þörf og umfang á byggingu stoðveggja í sveitarfélaginu og verði niðurstöður lagðar fram fyrir nefndina eins fljótt og kostur er.

 

4.Reglur um lóðaúthlutun

Málsnúmer 0812066Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur tillaga að samþykkt um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

Lögð er fram tillaga að samþykkt um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

Samþykkir nefndin framlagða tillögu um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

5.Tjarnargata 8,Siglufirði

Málsnúmer 1003074Vakta málsnúmer

Herhúsfélagið býðst til að taka yfir Tjarnargötu 8, Siglufirði af Fjallabyggð.

Þar sem umrætt hús er í götulínu við Gránugötu á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023 telur nefndin að nauðsynlegt sé að skoða málið betur.

6.Þjónustuhús á gámasvæði Ólafsfirði

Málsnúmer 1003158Vakta málsnúmer

Lögð er fram teikning af breytingu á þjónustuhúsi gámasvæðis Ólafsfjarðar, þar sem settir hafa verið 2 nýjir gluggar á húsið, að vestan og norðan.

Máli frestað og óskar nefndin eftir því að skoðuð verði hagkvæmni þess að samnýta húsnæði hafnarvogar fyrir gámasvæði.

7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1001001Vakta málsnúmer

Kristján P. Guðmundson óskaði eftir því á fundi nefndarinnar þann 13. janúar sl. að fá leyfi til að byggja bílskúr norðan við húseignina að Lindargötu 18, Siglufirði.  Þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu var ákveðið að umrædd framkvæmd færi í grenndarkynningu.

Grenndarkynning fór fram 2. - 30. mars 2010 og engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdina og felur byggingarfulltrúa að ganga frá byggingarleyfi.

8.Fundargerð 10.fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Málsnúmer 1003160Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð 10. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar sem haldinn var 22. mars sl. þar sem kemur fram að skiptar skoðanir eru á hvort sérstaklega beri að fjalla um byggðarþróun og landnýtingu í væntanlegri skipulagstillögu.

Í vinnslutillögu að nýju svæðisskipulagi, sem nú er til umfjöllunar hjá samvinnunefndinni er gert ráð fyrir að farin verði leið 2b, í meðfylgjandi bréfi.

Samþykkir nefndin framlögð drög að meginmarkmiðum í málaflokkum um byggðarþróun og landbúnaðarland.

9.Verkefni umhverfisfulltrúa, sumarið 2010

Málsnúmer 1003168Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúi kynnti hugmyndir sínar um framkvæmdir á komandi sumri, sem felast meðal annars í fegrun og gróðursetningu á tjarnarbakkanum í Ólafsfirði, fegrun á svæði norðan við verslun Samkaupa Ólafsfirði, gróðursetningu plantna, BMX hjólabraut á innri hafnarsvæði á Siglufirði ásamt gróðursetningu og frágangi á svæðinu.

Nefndin þakkar framkomnar hugmyndir og tekur jákvætt í það sem fram kom.

Erindi samþykkt.

10.Gestahús við Sólvang

Málsnúmer 1003170Vakta málsnúmer

Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir eigendur sumarhússins Sólvangs á Saurbæjarás, óska eftir að fá leyfi til að reisa 15 fermetra gestahús á lóð sumarhússins. Gestahúsið mun verða staðsett við suð-austur horn hússins og fest niður á 4 steypta stöppla.

Meðfylgjandi er teikning af gestahúsinu og afstöðumynd.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti en felur tæknideild að sjá um að tæknilegum atriðum sé framfylgt s.s. brunavörnum.

11.Eyrargata 3, breyting á inngangi

Málsnúmer 1003174Vakta málsnúmer

Gústaf Daníelsson óskar eftir leyfi til að loka inngangi á norðurhlið húseignar að Eyrargötu 3 og setja upp málmstiga á austurhlið með sérinngangi á hverja hæð.

Erindi frestað til næsta fundar.

12.Hönnun vega og lagna í sumarhúsabyggðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1003141Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði eftir verðum í hönnun á vegum og vatns- og frárennslislögnum í þrjár sumarhúsabyggðir í sveitarfélaginu, Hólkot og Reyki Ólafsfirði og Saurbæjarás á Siglufirði.  Eftirtöldum verkfræðistofum voru send gögn: Verkfræðistofa Norðurlands, Verkfræðistofa Siglufjarðar, Verkfræðistofan Hnit, Mannvit, VSÓ Ráðgjöf og Verkvís.

Verð bárust frá öllum stofunum og var VSÓ Ráðgjöf með lægsta verð í hönnun vegna Hólkots og Saurbæjaráss en Verkfræðistofa Siglufjarðar með lægsta verð í hönnun vegna Reykja.

Þar sem VSÓ Ráðgjöf er með lægsta heildartilboðið, þá leggur nefndin til að gengið verði til samninga við þá.

Samþykkt með 4 atkvæðum, Þorgeir situr hjá.

 

13.Greiðsla kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar

Málsnúmer 1003108Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.