Óskað eftir að byggður verði stoðveggur á austanverðum mörkum lóðar og götu við Laugarveg 18 Siglufirði

Málsnúmer 1003090

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 07.04.2010

Friðrik Hannesson fer þess á leit við Fjallabyggð að steyptur verði stoðveggur á austanverðum mörkum lóðar og götu fasteignarinnar að Laugarvegi 18, Siglufirði til að hindra framskrið lóðar.

Þar sem ekki hefur verið mörkuð stefna í uppbyggingu stoðveggja við götur í sveitarfélaginu, telur nefndin sér ekki fært að afgreiða erindið.

Tæknideild er falið að kanna þörf og umfang á byggingu stoðveggja í sveitarfélaginu og verði niðurstöður lagðar fram fyrir nefndina eins fljótt og kostur er.