Lega háspennukapla við Norðurtún

Málsnúmer 1003087

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 07.04.2010

Fyrir hönd Rarik sendir Þorsteinn Jóhannesson inn erindi varðandi legu háspennukapla við Norðurtún.  Við skóðun á lagnaleiðum við Norðurtún hefur Rarik ákveðið að leggja fremur 36kV rafstreng frá Skeiðsfossstrengnum niður í aðveitustöðina við Norðurgötu, í stað 24kV eins og áður var áformað.  Við þessa breytingu er talið eðlilegra að tengja strengina saman neðan við enda Stóra Bola í stað þess að hafa tenginguna ofan við Suðurgötu.

Óskar Þorsteinn fyrir hönd Rarik um leyfi til að leggja 3x36kV strengi í samræmi við fjólubláu skrikalínu á meðfylgjandi korti.

Erindi samþykkt.