Tjarnargata 8, Siglufirði

Málsnúmer 1003074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 164. fundur - 25.03.2010

Í erindi Herhúsfélagsins er lögð fram beiðni um að taka yfir Tjarnargötu 8, Siglufirði.  Hugmyndin er að endurbyggja húsið í upprunalega mynd í samstarfi við Húsafriðunarnefnd og nýta undir sömu starfsemi og rekin er í Herhúsinu Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari gögnum varðandi skipulag svæðisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 07.04.2010

Herhúsfélagið býðst til að taka yfir Tjarnargötu 8, Siglufirði af Fjallabyggð.

Þar sem umrætt hús er í götulínu við Gránugötu á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023 telur nefndin að nauðsynlegt sé að skoða málið betur.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 28.04.2010

Á síðasta fundi nefndarinnar lá fyrir ósk frá bæjarráði um skipulag svæðis við Tjarnagötu 8, Siglufirði. Þar sem húsið er í beinni götulínu við Gránugötu skv. gildandi aðalskipulagi, sem gerir ráð fyrir að gatan lengist niður að sjó og liggi með sjávarsíðunni í norður er lagt til að húsið Tjarnargata 8 verði fært í suður.  Ef af gatnagerð yrði er húsið fyrir, og er bent á að ef það yrði fært ca. 7-8 metra suður í sömu línu og Olísbúðin yrði það ekki fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 169. fundur - 06.05.2010

Á 164. fundi bæjarráðs var erindi Herhúsfélagsins, um yfirtöku Tjarnargötu 8, Siglufirði, frestað þar til gögn um skipulag svæðisins lægju fyrir.
89. fundur skipulags- og umhverfisnefndar leggur til að þar sem húsið er í beinni götulínu við Gránugötu skv. gildandi aðalskipulagi, sem gerir ráð fyrir að gatan lengist niður að sjó og liggi með sjávarsíðunni í norður, verði húsið fært í suður.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Herhúsfélaginu, verði gefin Tjarnargata 8 Siglufirði, með kvöðum um endurbætur og færslu hússins komi til gatnagerðar.