Breyting á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023 - Íbúðasvæði við Túngötu

Málsnúmer 1002063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 24.02.2010

Óskað er eftir óverulegri breytingu á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023.  Að núverandi svæði sem skilgreint er sem "opið svæði til sérstakra nota", knattspyrna, fái landnotkunina, "íbúðarsvæði" í samræmi við aðliggjandi svæði.  Stærð svæðisins er 3.900 m2 að flatarmáli.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að óskað eftir því við skipulagsstofnun að fá heimild til að auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023 dags. 22. febrúar 2010 skv. 2. mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 17.03.2010

Skipulagsstofnun var send tillaga að breytingu á aðalskipulag Siglufjarðar 2003 - 2023, þar sem óskað var eftir óverulegri breytingu á svæðinu við Túngötu, "gamla fótboltavellinum".  Óskar skipulagsstofnun eftir frekari rökstuðningi sveitarfélagsins að um óverulegar breytingar sé að ræða.

Nefndin óskar eftir því við skipulagsfulltrúa að hann geri uppkast af rökstuðningi og sendi til nefndarmanna áður en það verður sent Skipulagsstofnun.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 07.04.2010

Bréf hefur borist frá Skipulagsstofnun þar sem fram kemur að stofnunin geti ekki fallist á að um óverulega breyting á Aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023, íþróttasvæði verði að íbúðarbyggð, og telur að auglýsa þurfi tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.  Að fella niður opið svæði í fastmótaðri byggð og breyta því í íbúðarsvæði varðar íbúa bæjarins auk þess sem byggðarmynstur og yfirbragð nýrrar íbúðarbyggðar snertir beint hagsmuni nágranna.  Í greinargerð með tillögunni þarf að gera grein fyrir þéttleika fyrirgeðrar byggðar auk þess sem æskilegt er að gerð verði grein fyrir byggðarmynstri, þ.e. húsagerð og hæðum húsa, þar sem um þéttingu byggðar er að ræða.  

Nefndin telur nauðsynlegt að boðað verði til íbúafundar á Siglufirði vegna breytinga á aðalskipðulagi Siglufjarðar fimmtudaginn 15. apríl 2010.