Þjónustuhús á gámasvæði Ólafsfirði

Málsnúmer 1003158

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 07.04.2010

Lögð er fram teikning af breytingu á þjónustuhúsi gámasvæðis Ólafsfjarðar, þar sem settir hafa verið 2 nýjir gluggar á húsið, að vestan og norðan.

Máli frestað og óskar nefndin eftir því að skoðuð verði hagkvæmni þess að samnýta húsnæði hafnarvogar fyrir gámasvæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 28.04.2010

Erindi frestað frá síðasta fundi.  Byggingarfulltrúi lagði fram útlitsteikningu af þjónustuhúsi á gámasvæði Ólafsfjarðar. 

Erindi samþykkt með 4 atkvæðum, Helgi á móti.

Helgi leggur fram bókun:

Ég tel að húsnæði hafnarvogar henti mjög vel sem þjónustuhús fyrir gámasvæðið og rúmast með þeirri starfsemi sem þar er. Engin salernisaðstaða verður í þjónustuhúsi og er ætlast til að starfsmenn noti húsnæði hafnarvogar. Einnig vil ég benda á að engin geymsla er fyrir gámasvæðið. Að þessu framansögðu er ég á móti breyttum afnotum á þessu húsi.