Hafnarstjórn - Önnur mál 2021

Málsnúmer 2105006

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 06.05.2021

1. Óskað er eftir því að ástand stiga og ljósa á bryggjum verði metið og niðurstaða verði lögð fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
2. Farið yfir stöðu verkefnis sem snýr að uppsetningu myndavélakerfis. Staðan nú er sú að langt er komið að setja upp myndavélar og koma þeim í virkni, eftir er að ljúka frágangi, tæknivinnu og að gera myndir aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
3. Spurt var hvort búið væri að skoða með viðgerð á þekju á norðurenda bryggju við brimvarnargarð á Ólafsfirði. Fram kom að svo væri ekki en málið væri í skoðun, ákveðið að meta og leggja niðurstöðu fyrir næsta fund.
4. Rætt var um mönnun vegna sumarleyfa.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 01.07.2021

1. Yfirhafnarvörður fór yfir fyrirhugaða vinnu við yfirferð viðbragðsáætlunar og velti því upp hvort mögulega megi bæta skipulag er varðar mengunarbúnað í samstarfi við slökkvilið og finna búnaðinum betri stað. Yfirhafnarverði falið að vinna málið áfram og leggja tillögu fyrir hafnarstjórn.
2. Rætt var um ágang vargfugls.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 122. fundur - 17.08.2021

1. Landganga farþega skemmtiferðaskipa.
Hafnarstjóri fór yfir athugasemdir sem hann hefur fengið vegna landgöngu farþega farþegaskipa á flotbryggju við norðausturhorn Sigló hótels og nýtingu gönguleiðar meðfram hótelinu með fylgjandi ónæði fyrir hótelgesti. Hafnarstjóri telur að athugasemdir eigi rétt á sér og leggur til að fundinn verði annar staður fyrir flutningsbáta farþegaskipa.
Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að koma með tillögu að nýjum stað ásamt kostnaðarmati á aðstöðusköpun vegna landgöngu farþega annarsstaðar á hafnarsvæðinu.

2. Hafnarstjóri fór yfir stöðu viðgerða á sjóvarnargörðum og öðrum verkefnum sem eru á hendi Vegagerðarinnar.
a. Unnið er að því að koma framkvæmdum af stað bæði á Siglufirði og Ólafsfirði, um er að ræða lagfæringar á sjóvörn norðan við Hafnarbryggju og milli Hafnarbryggju og Togarabryggju. Einnig er unnið að því að koma af stað vinnu við lagfæringar á sandfangara á Ólafsfirði. Stefnt er að því að bæði verkin klárist á árinu.
b. Unnið er að útboði á stálþili vegna innri hafnar á Siglufirði, í framhaldinu verði framkvæmdir boðnar út. Hafnarstjóri hefur rætt við Vegagerðina um aðkomu sveitarfélagsins þegar kemur að hönnun á þekju og frágangi á umhverfi henni tengt.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 04.11.2021

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að fara þess á leit við bæjarstjórn að svæði vestan við Óskarsbryggju verði lagað og almennt unnið að því að bæta ásýnd bæjarins séð frá bryggjunni.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 124. fundur - 25.11.2021

1. Yfirhafnarvörður fór yfir hugmynd sem snýr að því að útbúa gerði eða einhverskonar skjól fyrir fiskikör á Vesturhöfninni í Ólafsfirði. Hafnarstjórn felur yfirhafnaverði að vinna málið áfram, m.a. með því að ræða við eigendur kara og aðra hagaðila sem og að kostnaðarmeta verkefnið.

2. Andri óskaði upplýsinga um framgang verkefnis sem snýr að því að setja upp ljós á tanganum fyrir neðan síldarminjasafnið. Yfirhafnavörður velti því upp hvort skynsamlegt væri að tengja framkvæmdina lýsingu á tanganum enda væri hann vinsælt svæði til útiveru. Yfirhafnaverði falið að skoða málið og leggja fyrir hafnarstjórn.