Stigar og ljós við bryggjur Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 2105066

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 01.07.2021

Yfirhafnarvörður fór yfir ástand stiga og bryggjuljósa sem að mestu eru í þokkalegu ástandi. Til stendur að mála þá á næstu dögum og þá verður hægt að skoða þá betur. Hvað varðar ljósin, þá er misjafnt ástandið á þeim og þarfnast þau frekari skoðunar, sem dæmi þá er lítið gagn af ljósum á Hafnarbryggjunni. Þegar hátt er í og gefur á bryggjuna springa perur, skoðað verður hvort mögulegt sé að skipta þeim út fyrir ljós sem eru betur lokuð og þola sjógang.
Staðfest
Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að vinna málið áfram og eftir atvikum kynna fyrir stjórninni.