Hafnarstjórn Fjallabyggðar

42. fundur 13. september 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson Yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Hafnasambandsþing 2012

Málsnúmer 1208028Vakta málsnúmer

Hafnasamband Íslands boðar til hafnarsambandsþing í Vestmannaeyjum dagana 20. september og 21. september. Aðalviðfangsefni þingsins , auk hefðbundinna þingstarfa er umfjöllun um fjármál hafna, endurskoðun hafnalaga, sjávarklasa og málefni Siglingastofnunar. Þingfulltrúar Fjallabyggðar eru hafnarstjóri og yfirhafnarvörður.

2.Rekstraryfirlit 31. júlí 2012

Málsnúmer 1208089Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið frá janúar til og með júlí. Staða hafnarsjóðs er í samræmi við áætlun ársins. Helstu framkvæmdum er að ljúka.

Má hér nefna;

1. Unnið hefur verið við sandfangara í Ólafsfirði og eru þær framkvæmdir á lokasprettinum.

2. Malbikunarframkvæmdir á Siglufirði er lokið og hafa þær stórbætt aðstöðu á hafnarsvæðinu.

3. Búið er að flytja flotbryggju á Siglufjörð en eftir er að setja hana niður og verður það gert innan tíðar.

4. Búið er að lagfæra akstur um hafnarsvæðið - einstefna að hluta.

5. Framkvæmdum við timburbryggju lauk fljótlega eftir áramót og tókst hún vel.

6. Verið er að kanna stálþil við hafnarbryggju en ljóst er að sú bryggja kallar á mikið viðhald á næstu árum.

Búið er að greiða vegna framkvæmda kr. 12.257.000.- en áætlun gerir ráð fyrir að heildarframkvæmdakostnaður verði um 21.3 m.kr.

Launakostnaður er um 94% af kostnaðaráætlun á þessu tímabili.

Formaður hafnarstjórnar fagnar góðri stöðu hafnarsjóðs.

3.Fjögurra ára samgönguáætlun 2013 - 2016

Málsnúmer 1207012Vakta málsnúmer

Vinna við samgönguáætlun fyrir 2013 - 2016 er að hefjast en tillaga að áætlun verður lögð fyrir alþingi næsta vetur. Umsókn um ríkisframlög verkefna á næsta áætlunartímabili skal senda til Siglingastofnunar fyrir 1. október 2012.

1. Umsókn um framlag til nýrra verkefna í hafnargerð.

 

Endurbyggja þarf Hafnarbryggju og er kallað eftir framlagi frá ríkinu.

 

2. Umsókn um framlag til sjóvarna.

Lagfæringar á sjóvörnum við innri höfn á Siglufirði.

 

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, formanni hafnarstjórnar og Ólafi Kárasyni að ganga á fund Siglingastofnunar og ræða fjármagn til framkvæmda í höfnum Fjallabyggðar er þar lögð þung áhersla á viðhald og endurbyggingu Hafnarbryggju.

4.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1208052Vakta málsnúmer

Ragnar Ragnarsson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á hafnarsvæðinu á Siglufirði.

Hafnarstjórn samþykkir stöðuleyfi á Óskarsbryggju en leggur áherslu á góða umgengni og að höfnin fái greiðslu í samræmi við gjaldskrá bæjarfélagsins.

5.Fundagerðir Hafnasambands Íslands 2012

Málsnúmer 1202111Vakta málsnúmer

Fundargerð 347. fundar lögð fram til kynningar.

6.Rekstrarform Hafnarfjarðarhafnar "höfn með hafnarstjórn í eigu sveitarfélags"

Málsnúmer 1206077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar hugleiðingar frá fulltrúa innanríkisráðuneytis og fulltrúa Hafnarfjarðarhafnar.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að leggja fyrir næsta fund tillögu að breytingum á hafnarreglugerð Fjallabyggðar sé þess þörf.

7.Sandfangari - Ólafsfjörður og grjótvörn í Grímsey

Málsnúmer 1204059Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá 26. júlí en þá var búið að gera við veginn fram garðinn, rjúfa garðinn og lokið við að aka kjarna í garðinn.

Verkið gengur vel og er á áætlun og engar kröfur hafa komið fram hjá verktaka.

8.Tillögur að lóðarstærð og staðsetningu og umsókn um leyfi til hótelbyggingar við Snorragötu

Málsnúmer 1207064Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar af staðsetningu lóðar fyrir hótelbyggingu við Snorragötu.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkominn áform en leggur áherslu á að útsetning lóðar, stærð sem og staðsetning sé gerð í samráði við Siglingastofnun og tæknideild bæjarfélagsins.

9.Umsókn um útlitsbreytingar á Gránugötu 17 B

Málsnúmer 1207065Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn gerir ekki neinar athugasemdir við fram komnar óskir um útlitsbreytingu á umræddu húsi.

 

10.Önnur mál

Málsnúmer 1209062Vakta málsnúmer

Ábending um hafnarvog í Ólafsfirði.
Lögð er áhersla á að finna góða lausn til að forða pallavoginni frá skemmdum.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að bifreiðar í rekstri hafnarsjóðs séu tiltækar og staðsettar á hafnarsvæðum bæjarfélagsins.
Sá sem er á bakvakt hefur full afnot af bifreiðinni í sinni vinnu.

Fundi slitið - kl. 19:00.