Sandfangari Ólafsfjörður og grjótvörn í Grímsey

Málsnúmer 1204059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 255. fundur - 24.04.2012

Í erindi Siglingastofnunar er lagt til að gengið verði til samninga við Árna Helgason ehf. á grundvelli tilboðs.
Siglingastofnun hefur yfirfarið tilboð er bárust þann 18. apríl s.l. í verkið "Sandfangari Ólafsfjörður og grjótvörn Grímsey".
Tilboð Árna Helgasonar ehf. kr. 22.125.000,- var lægst, 95,5% af kostnaðaráætlun Siglingastofnunar.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita samning er tengist verkþáttum fyrir sveitarfélagið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 258. fundur - 22.05.2012

Lagður fram undirritaður samningur um framkvæmdir við Sandfangara og lagfæringar á grjótvörn í Ólafsfirði.

Verksamningurinn er við Árna Helgason ehf að upphæð kr. 22.125.000.-.

Hlutur sveitarfélagsins er 25% eða um kr. 5.600.000.- í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 41. fundur - 11.06.2012

Lagður fram undirritaður samningur á milli hafnarstjórnar og Árna Helgasonar ehf.

Fram kom á fundinum að framkvæmdirnar væru hafnar og ganga þær vel.

Gert er ráð fyrir að þeim ljúki eigi síðar en 15. september eins og fram kemur í samningi þessum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 42. fundur - 13.09.2012

Lögð fram fundargerð frá 26. júlí en þá var búið að gera við veginn fram garðinn, rjúfa garðinn og lokið við að aka kjarna í garðinn.

Verkið gengur vel og er á áætlun og engar kröfur hafa komið fram hjá verktaka.