Fjögurra ára samgönguáætlun 2013 - 2016

Málsnúmer 1207012

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 42. fundur - 13.09.2012

Vinna við samgönguáætlun fyrir 2013 - 2016 er að hefjast en tillaga að áætlun verður lögð fyrir alþingi næsta vetur. Umsókn um ríkisframlög verkefna á næsta áætlunartímabili skal senda til Siglingastofnunar fyrir 1. október 2012.

1. Umsókn um framlag til nýrra verkefna í hafnargerð.

 

Endurbyggja þarf Hafnarbryggju og er kallað eftir framlagi frá ríkinu.

 

2. Umsókn um framlag til sjóvarna.

Lagfæringar á sjóvörnum við innri höfn á Siglufirði.

 

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, formanni hafnarstjórnar og Ólafi Kárasyni að ganga á fund Siglingastofnunar og ræða fjármagn til framkvæmda í höfnum Fjallabyggðar er þar lögð þung áhersla á viðhald og endurbyggingu Hafnarbryggju.