Tillögur að lóðarstærð og staðsetningu og umsókn um leyfi til hótelbyggingar við Snorragötu

Málsnúmer 1207064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 264. fundur - 31.07.2012

Lagðar fram til kynningar tillögur að lóðarstærð og staðsetningu á byggingu hótels við Snorragötu.

Bæjarráð fagnar framkomnum tillögum, en málið er nú til umfjöllunar hjá hafnarstjórn og umhverfis- og skipulagsnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 01.08.2012

Gunnar St. Ólafsson f.h. Selvíkur ehf. óskar eftir eftirfarandi varðandi hótelbyggingu við Snorragötu.

1. Samþykki á lóðarstærð, staðsetningu og fyrirkomulagi.

2. Samþykki á byggingarreit hótelsins.

3. Samþykki á hæðarlegu hótels og grunnformi.

4. Vilyrði um að nú ófrágengnar snjóflóðavarnir muni ekki tefja byggingu hótelsins.

Einnig, að fengnu samþykki á ofangreindu, er óskað eftir heimild til að hefja framkvæmdir við fyllingar og stálþil á grunni hönnunar Siglingastofnunar.

 

Nefndin bókar:

1. Með vísan til meðfylgjandi teikninga kemur ekki fram hversu stóra lóð um ræðir, en samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn er lóðin 6241 m2. Staðsetning og fyrirkomulag er að öðru leyti samþykkt.

2. Samþykkt.

3. Hæðarlega og grunnform samþykkt en bent er á að gólfkóti sé ekki undir 3,0 m, skv. skýrslu um spá um hækkun sjávarborðs eftir Þorstein Jóhannsson.

4. Nefndin getur ekki lofað að ófrágengnar snjóflóðavarnir tefji ekki byggingu hótelsins þar sem fjármögnun á verkefninu er í höndum Ofanflóðasjóðs.
Nefndin bendir á að ekki er búið að samþykkja deiliskipulag fyrir svæðið hjá Skipulagsstofnun en málið er í vinnslu.

Ekki er hægt að veita heimild til að hefja framkvæmdir við fyllingar og stálþil þar sem deiliskipulagið hefur ekki öðlast gildi. Það er vilji nefndarinnar að koma verkefninu af stað eins fljótt og kostur er.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 42. fundur - 13.09.2012

Lagðar fram teikningar af staðsetningu lóðar fyrir hótelbyggingu við Snorragötu.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkominn áform en leggur áherslu á að útsetning lóðar, stærð sem og staðsetning sé gerð í samráði við Siglingastofnun og tæknideild bæjarfélagsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26.09.2012

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir áætlaða hótelbyggingu að Snorragötu 3.

 

Erindi samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18.12.2012

Lagður fram til kynningar lóðarleigusamningur vegna Snorragötu 3 Siglufirði, ásamt viðauka.