Rekstraryfirlit 30. júlí 2012

Málsnúmer 1208089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 04.09.2012

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar til og með júlí. Heildarniðurstaðan er jákvæð.

Lagt fram framkvæmdayfirlit, en þar kemur fram að búið er að framkvæma og greiða um 184 m.kr., en eftir er að framkvæma fyrir um 155 m.kr.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 42. fundur - 13.09.2012

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið frá janúar til og með júlí. Staða hafnarsjóðs er í samræmi við áætlun ársins. Helstu framkvæmdum er að ljúka.

Má hér nefna;

1. Unnið hefur verið við sandfangara í Ólafsfirði og eru þær framkvæmdir á lokasprettinum.

2. Malbikunarframkvæmdir á Siglufirði er lokið og hafa þær stórbætt aðstöðu á hafnarsvæðinu.

3. Búið er að flytja flotbryggju á Siglufjörð en eftir er að setja hana niður og verður það gert innan tíðar.

4. Búið er að lagfæra akstur um hafnarsvæðið - einstefna að hluta.

5. Framkvæmdum við timburbryggju lauk fljótlega eftir áramót og tókst hún vel.

6. Verið er að kanna stálþil við hafnarbryggju en ljóst er að sú bryggja kallar á mikið viðhald á næstu árum.

Búið er að greiða vegna framkvæmda kr. 12.257.000.- en áætlun gerir ráð fyrir að heildarframkvæmdakostnaður verði um 21.3 m.kr.

Launakostnaður er um 94% af kostnaðaráætlun á þessu tímabili.

Formaður hafnarstjórnar fagnar góðri stöðu hafnarsjóðs.