Hafnasambandsþing 2012

Málsnúmer 1208028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 267. fundur - 21.08.2012

Í samræmi við 5.gr. laga um Hafnasambands Íslands, boðar stjórn hafnasambandsins til 38. hafnasambandsþings í Höllinni í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012. Fjallabyggð hefur rétt á að senda tvo fulltrúa.

Bæjarráð felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að taka þátt í umræðum á 38. hafnasambandsþingi.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 42. fundur - 13.09.2012

Hafnasamband Íslands boðar til hafnarsambandsþing í Vestmannaeyjum dagana 20. september og 21. september. Aðalviðfangsefni þingsins , auk hefðbundinna þingstarfa er umfjöllun um fjármál hafna, endurskoðun hafnalaga, sjávarklasa og málefni Siglingastofnunar. Þingfulltrúar Fjallabyggðar eru hafnarstjóri og yfirhafnarvörður.