Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016

Málsnúmer 1610007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 137. fundur - 26.10.2016

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Lagt fram rekstraryfirlit félagsmáladeildar fyrir tímabilið janúar til ágúst 2016. Rauntölur; 54.780.550 kr. Áætlun; 63.641.450 kr. Rekstrarniðurstaða félagsþjónustu er 8.860.900 kr. betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Fundargerðir starfshóps um úthlutun leiguíbúða dags. 29.06., 06.07. og 11.10.2016 lagðar fram. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .3 1610003 Gjaldskrár 2017
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu 2017 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Þjónustuhópur í málefnum fatlaðra hjá Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra,skv. 27.gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Umsóknarfrestur er til 31.október 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Lögð fram tillaga að reglum um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglurnar verða teknar til frekari umræðu á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Stefnt er að kynningarfundi Íbúðalánasjóðs og Sambands sveitarfélaga í fyrstu viku nóvember. Kynningarfundurinn verður fyrir fulltrúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Lagt er til að stofnað verði sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.
    Hlutverk ráðsins er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 67 ára og eldri. Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda.
    Lagt er til að öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara á Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.
    Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stofna öldungaráð.