Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

101. fundur 21. október 2016 kl. 12:00 - 13:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varaformaður, F lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, F lista
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar

1.Rekstraryfirlit ágúst 2016

Málsnúmer 1610045Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram rekstraryfirlit félagsmáladeildar fyrir tímabilið janúar til ágúst 2016. Rauntölur; 54.780.550 kr. Áætlun; 63.641.450 kr. Rekstrarniðurstaða félagsþjónustu er 8.860.900 kr. betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.

2.Fundargerðir Starfshóps um úthlutun leiguíbúða 2016

Málsnúmer 1602078Vakta málsnúmer

Staðfest
Fundargerðir starfshóps um úthlutun leiguíbúða dags. 29.06., 06.07. og 11.10.2016 lagðar fram.

3.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu 2017 lögð fram til kynningar.

4.Styrkir vegna námskostnaðar eða verkfæra-og tækjakaupa fatlaðs fólks

Málsnúmer 1610070Vakta málsnúmer

Þjónustuhópur í málefnum fatlaðra hjá Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra,skv. 27.gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Umsóknarfrestur er til 31.október 2016.

5.Reglur um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 1610071Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram tillaga að reglum um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglurnar verða teknar til frekari umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

6.Áhrif nýrra húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum

Málsnúmer 1608050Vakta málsnúmer

Lagt fram
Stefnt er að kynningarfundi Íbúðalánasjóðs og Sambands sveitarfélaga í fyrstu viku nóvember. Kynningarfundurinn verður fyrir fulltrúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

7.Öldungaráð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1610077Vakta málsnúmer

Lagt er til að stofnað verði sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.
Hlutverk ráðsins er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 67 ára og eldri. Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda.
Lagt er til að öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara á Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.
Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 13:00.