Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016

Málsnúmer 1610008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 137. fundur - 26.10.2016

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lögð fram drög að viðauka átta við fjárhagsáætlun 2016.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að áttunda viðauka við fjárhagsáætlun 2016 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka 8 við fjárhagsáætlun 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir september 2016.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 829,9 m.kr. sem er 98,6% af áætlun tímabilsins sem var 841,8 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 24,1 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 36,0 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 11,9 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020.
    Bæjarstjóri kynnti tillöguna fyrir bæjarráði.
    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 1610003 Gjaldskrár 2017
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2017.

    Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

    Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
    Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49% B. 1,32% C. 1,65%).
    Lóðarleiguprósenta verði óbreytt ( A. 1,90% C. 3,50%)
    Sorphirðugjöld hækki í 41.000.
    Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verði óbreytt 0,360%.
    Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda verði óbreytt 0,350%
    Leigutekjur íbúðasjóðs hækki sérstaklega um 100 kr. p/m2(1. jan. 1.055 m2)
    Gjaldskrá bókasafns
    Gjaldskrá Tjarnarborgar
    Gjaldskrá tjaldsvæða
    Gjaldskrá leikskóla
    Gjaldskrá grunnskóla
    Gjaldskrá félagsþjónustu
    Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar
    Gjaldskrá slökkviliðs
    Gjaldskrá hafnarsjóðs
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, að útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48% Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49% B. 1,32% C. 1,65%).
    Lóðarleiguprósenta verði óbreytt ( A. 1,90% C. 3,50%)
    Sorphirðugjöld hækki í kr. 41.000.-
    Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verði óbreytt 0,360%.
    Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda verði óbreytt 0,350%
    Leigutekjur íbúðasjóðs hækki sérstaklega um 100 kr. p/m2(1. jan. 1.055 m2)

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögum að öðrum gjaldskrám til nefnda milli umræðna um fjárhagsáætlun.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagðar fram til kynningar ábendingar varðandi fjárhagsáætlun 2017 frá:
    a) Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar
    b) Þorvaldi Hreinssyni

    Bæjarráð þakkar ábendingarnar og samþykkir að vísa erindunum til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Á 136. fundi bæjarstjórnar, 12. október 2016, var samþykkt að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29. október 2016 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að gera tvær breytingar á framlögðum kjörskrárstofni, frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

    1626 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 1.004 á kjörskrá og í Ólafsfirði 622.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lögð fram fyrirspurn, dagsett 18. október 2016, sem send er á alla sveitar-, bæjar- og borgarstjóra á Íslandi ásamt forsetum bæjarstjórna og oddvita sveitarfélaga um mögulega stofnun upplýsingasíðu/upplýsingamiðstöðvar á netinu fyrir ferðamenn á Íslandi.

    Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur að svara fyrirspyrjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagt fram tilboð frá Klínik Sjúkraþjálfun í Bæjarlindinni í Kópavogi, dagsett 19. október 2016 í sölu á 3 Nautilus æfingatækjum.
    Bæjarráð afþakkar gott boð, þar sem nýbúið er að fjárfesta í tækjum fyrir báðar líkamsræktarstöðvar í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lögð fram fyrirspurn frá Hagstofu Íslands, dagsett 18. október 2016, er varðar Náttúrugripasafn Fjallabyggðar fyrir árið 2015.

    Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur að svara fyrirspurn Hagstofu Íslands.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagðar fram upplýsingar um kostnað við þátttöku sveitarfélaga í rekstri Almannavarna Eyjafjarðar.
    Fyrir árið 2016 er kostnaður um kr. 61 per íbúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lögð fram kaupfyrirspurn frá Önnu Kristínu Runólfsdóttur, dagsett 19. október 2016, í íbúð Fjallabyggðar að Laugarvegi 37 Siglufirði.

    Bæjarráð upplýsir að Fjallabyggð mun auglýsa íbúðina til sölu með hefðbundnum hætti, þegar núverandi leigjandi ákveður að segja upp húsnæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagður fram póstur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, þar sem minnt er á að í dag, 25. október 2016, rennur út umsóknarfrestur fyrir styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, vegna framkvæmda á árinu 2017.

    Í stað kröfu um helmings mótsframlag umsækjenda miðast mótframlag nú að jafnaði við 20% af kostnaði þegar styrkhafi er sveitarfélag eða einkaaðili.
    Tekjur sjóðsins eru 3/5 hlutar gistináttgjalds en auk þess hafa stjórnvöld undanfarin ár verið með sérstakar úthlutanir sem sjóðurinn hefur haft umsjón með.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að senda inn umsókn er tengist merkingum, göngustígum og tjaldsvæðum í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Á stjórnarfundi Flokkunar Eyjafjarðar ehf, 19. október 2016, var til umfjöllunar starfssemi Flokkunar sem hefur verið lítil undanfarin misseri og hefur stjórnin áhuga á að verkefni Flokkunar verði sett í umsjón Moltu að mestu leyti á meðan verkefnin eru ekki stærri og meiri. Með þessu fyrirkomulagi mætti spara fjármuni og jafnframt styrkja Moltu.

    Bæjarráð leggur til að stjórn Flokkunar Eyjafjörður ehf, leggi fyrir aðalfund tillögu um skipulag starfsemi Flokkunar Eyjafjarðar ehf, sem aðildarsveitarfélög geti tekið afstöðu til.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 11. október 2016,
    lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

    Markaðs- og menningarnefnd frá 20. október 2016
    Félagsmálanefnd frá 21. október 2016
    Hafnarstjórn frá 24. október 2016
    Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.