Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015

Málsnúmer 1505013F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 117. fundur - 18.06.2015

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa afgreiðslu 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 21. maí 2015, um umsókn starfsmanns leikskólans um námsleyfi, til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

    Það er bæjarráðs að afgreiða slíkar umsóknir, en fagnefnda að veita umsögn.

    Bæjarráð óskar eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar komi á næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa úthlutunarreglum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, áður en reglurnar verða teknar til endanlegrar afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa afgreiðslu 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

    Nefndin samþykkti breytta notkun byggingarinnar úr skólahúsi í fjölbýlishús og fól tæknideild að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum fyrirliggjandi teikningar.

    Bæjarráð samþykkir breytta notkun byggingarinnar og grenndarkynningu.
    Leitað hefur verið umsagnar Minjastofnunar vegna fyrirhugaðra breytinga á útliti og innra skipulagi Hlíðarvegar 18-20 Siglufirði.

    Málið fer til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd að lokinni grenndarkynningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 21. maí 2015, var tekin fyrir ósk Knattspyrnufélags Fjallabyggðar um breytt fyrirkomulag á aksturstöflu sumaráætlunar frístundaaksturs. Er það til að koma til móts við óskir foreldra um tímasetningar á æfingatíma yngri iðkenda auk þess sem betri nýting fáist á mannskap og æfingaraðstöðu. Beiðni KF felur í sér talsverða aukningu á ferðafjölda og kostnaði þar með.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti fyrir sitt leyti beiðni um breyttan aksturstíma vegna yngstu iðkendanna, en vísaði beiðni um akstur fyrir eldri iðkendur til bæjarráðs.

    394. fundur bæjarráðs, 26. maí 2015, frestaði afgreiðslu erindis og samþykkti að óska eftir að fulltrúi KF kæmi á fund bæjarráðs.

    Framkvæmdastjóri KF, Óskar Þórðarson átti símafund með bæjarráði og upplýsti nánar um erindið ásamt því að lagt var fram minnisblað KF um rútuferðir.

    Bæjarráð samþykkir aukningu sem nemur fjórum rútuferðum á viku, samanber ferðafjölda sem fram kom í minnisblaði KF um rútuferðir.

    Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að beiðnir um styrki séu settar fram tímanlega við gerð fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Til máls tóku Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Á 392. fundi bæjarráðs, 11. maí 2015, var lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dagsett 6. maí 2015, vegna fundar sem hann ásamt deildarstjóra tæknideildar átti með forsvarsmönnum Norðurorku er varðaði m.a.
    Skeggjabrekku og Golfklúbb Ólafsfjarðar.

    Bæjarráð óskaði eftir því að stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar veitti umsögn um samkomulag við Norðurorku.

    Á 393. fundi bæjarráðs, 21. maí 2015, var lagt fram bréf G.Ó., dagsett 18. maí 2015.
    Bæjarráð samþykkti að kalla eftir nánari skýringu á afstöðu Golfklúbbs Ólafsfjarðar sem fram kemur í bréfinu.

    Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. júní 2015 til formanns bæjarráðs þar sem fram kemur að formaður GÓ fyrir hönd Golfklúbbs Ólafsfjarðar samþykkir samkomulag, er varðar málefni Norðurorku og Fjallabyggðar í Skeggjabrekku á Ólafsfirði.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Norðurorku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar um heimild til að ráða afleysingarmann í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar fjárveitingu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Tekin fyrir tilkynning Varasjóðs húsnæðismála, dagsett 21. maí 2015, þar sem fram kemur að samkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun verkefna hafi ekki verið endurnýjað og því séu ekki til fjármunir til að afgreiða umsóknir um framlög til sveitarfélga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lagt fram bréf íbúðareigenda, dagsett 26. maí 2015, vegna álagningu fasteignagjalda, þar sem þess er óskað að eftirstöðvar álagningar verði felldar niður.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og og samþykkir drög að svarbréfi deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lagður fram viðauki við samning Umhverfisstofnunar og Fjallabyggðar um refaveiðar 2014-2016, samkv. erindi Umhverfisstofnunar, dagsettu 20. maí 2015.

    Um er að ræða tímabundna 2% hækkun á endurgreiðsluhlutfalli árið 2015.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við viðaukasamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lagt fram erindi frá stjórn Hestamannafélagsins Gnýfara, í Ólafsfirði, dagsett 24. maí 2015, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar vegna bréfs félagsins frá 26. ágúst 2014.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Tekið fyrir erindi frá Birni Þór Karlssyni um sölu á meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands, til bæjarfélagsins, sem ber titilinn "Hið opinbera sem stofnandi og þátttakandi í fyrirtækjum og sérreglur sem um þau fyrirtæki gilda".

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lagt fram erindi frá Norlandia, dagsett 24. maí 2015, þar sem óskað er eftir því að fá að byggja við Múlaveg 3 Ólafsfirði.

    Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lagt fram bréf Elínar Arnardóttur, dagsett 28. maí 2015, þar sem bréfritari óskar eftir því að vera leystur undan þeirri borgaralegu skyldu og ábyrgð sem fólst í skipun í vettvangsstjórn almannavarna með boðunarbéfi eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar.
    Ekki hefur verið boðað til fundar með vettvangsstjórn, né heldur haldin fræðsla fyrir vettvangsstjórnir á Norðurlandi, eins og hafði komið fram hjá fulltrúa almannavarna.

    Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarstjóra.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn 22. maí 2015 á Akureyri. Ársreikningur MN lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.