Bæjarstjórn Fjallabyggðar

263. fundur 05. nóvember 2025 kl. 17:00 - 18:45 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Í upphafi fundar gerði bæjarstjóri grein fyrir fundargerðum bæjarráðs sem teknar eru fyrir á fundinum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 892. fundur - 1. október 2025.

Málsnúmer 2509014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum lið 1 sem borinn er upp sérstaklega.
Samþykkt
Til máls tók Helgi Jóhannsson

Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 1 sem borinn er upp sérstaklega samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 1.1 2509018 Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 892. fundur - 1. október 2025. Bæjarráð samþykkir tillögu að almennum forsendum fjárhagsáætlunar þar sem gert er ráð fyrir óbreyttu álagningarhlutfalli útsvars og almennum verðlagsbreytingum um 4% í gjaldskrám sem og 4% hækkun rekstrargjalda í fjárhagsáætlunarramma ársins 2026. Verðlagsbreytingar ná ekki til álagningu fasteignagjalda sem verða skoðuð sérstaklega m.t.t. verulegrar hækkunar fasteignamats í Fjallabyggð á undanförnum árum með það fyrir augum að draga eins og kostur er úr áhrifum hækkaðs fasteignamats. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 893. fundur - 9. október 2025.

Málsnúmer 2510001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Til máls tóku Guðjón M Ólafsson og Helgi Jóhannsson

Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 894. fundur - 16. október 2025.

Málsnúmer 2510006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum lið 1 sem borinn er upp sérstaklega.
Samþykkt
Til máls tók Helgi Jóhannsson.

Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 1 sem borinn er upp sérstaklega samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 3.1 2510047 Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 894. fundur - 16. október 2025. Bæjarráð fagnar metnaðarfullu verkefni sem ætlað er að efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með snemmtækum stuðningi þar sem þörf er á. Erindið hefur verið tekið til umfjöllunar í Velferðarnefnd Fjallabyggðar. Bæjarráð samþykkir þátttöku Fjallabyggðar í verkefninu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 895. fundur - 23. október 2025.

Málsnúmer 2510010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er 1 liður.
Samþykkt
Fundargerðin er samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 896. fundur - 30. október 2025

Málsnúmer 2510012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum lið 1 sem er sérstakur dagskrárliður á fundi bæjarstjórnar og lið 3 sem borinn er upp sérstaklega.
Samþykkt
Til máls tók Helgi Jóhannsson.

Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 1, sem er sérstakur dagskrárliður, og lið 3 sem borinn er upp sérstaklega, samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 5.3 2510036 Rekstur skíðasvæðis í Skarðsdal
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 896. fundur - 30. október 2025 Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga um áhugasama aðila samþykkir bæjarráð að ganga til samninga við L7 um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal fyrir tímabilið 2025-2026 og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samnings með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar þess efnis á forsendum fyrirliggjandi gagna. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

6.Velferðarnefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 1. október 2025

Málsnúmer 2509013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Öldungaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 1. október 2025

Málsnúmer 2509012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 327. fundur - 15. október 2025

Málsnúmer 2510005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum og eru liðir 1, 2, 3 og 4 sérstakir dagskrárliðir á fundi bæjarstjórnar. Liðir 5, 6, 7 og 8 bornir upp til staðfestingar.
Samþykkt
Liðir 5, 6, 7 og 8 í fundargerðinni samþykktir með 7 atkvæðum. Aðrir liðir eru sérstakir dagskrárliðir á fundinum.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 16. október 2025.

Málsnúmer 2510003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Framkvæmda-, hafna- og veitunefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 21. október 2025

Málsnúmer 2510002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 27. október 2025

Málsnúmer 2510007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 43. fundur - 29. október 2025.

Málsnúmer 2510008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Fljótagöng - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2509034Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnslutillaga að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal, sem kynnt hefur verið í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið uppfærð í kjölfar ábendinga sem bárust á kynningartíma.
Skipulags - og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.41.gr.skipulagslaga nr 123/2010.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og umhverfisnefndar á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal og felur framkvæmdasviði að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.mgr.41. gr. skipulagslaga nr 123/2010.

14.Fljótagöng - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2509033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnslutillaga vegna breytinga á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020 - 2032. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags - og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og umhverfisnefndar á aðalskipulagi Fjallabyggðar og felur framkvæmdasviði að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.mgr.41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.

15.Ný lóð fyrir dreifistöð-Austurstígur 9

Málsnúmer 2501033Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir dreifistöð Rarik við Austurstíg 9, Ólafsfirði. Grenndarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir bárust.
Skipulags - og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og umhverfisnefndar á deiliskipulagi fyrir dreifistöð við Austurstíg 9, Ólafsfirði.

16.Breyting á deiliskipulagi íþróttasvæðis á Ólafsfirði

Málsnúmer 2510044Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði vegna byggingu knatthúss.

Skipulags - og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr., 43.gr skipulagslaga. Einnig leggur nefndin til að haldin verði kynning fyrir íbúa áður en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út.
Samþykkt
Til máls tók Helgi Jóhannsson og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er gleðilegt að hér liggur fyrir breyting á deiliskipulagi vegna byggingu knatthúss á íþróttasvæðinu í Ólafsfirði.
Hér er um gríðalega stórt hús að ræða og því hef ég velt fyrir mér að skoðað verði að mörk deiliskipulagsins að austan á móts við núverandi æfingasvæði verði færð ofar/austar upp í brekkuna og að byggingareitur fyrir væntanlegt hús verði stækkaður til austurs.
Gert er ráð fyrir að húsið getur orðið allt að 15 metrar á hæð sem er 5 metrum hærra en íþróttahúsið og tel ég að það væri skoðandi að keyra það eins langt í austur og hægt er til að minnka sjónræn áhrif.
Einnig að göngustígur sem liggur nú meðfram Aðalgötu 15 til suðurs og austurs verði óbreyttur."

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu skipulags- og umhverfisnefndar á drögum að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði og felur framkvæmdasviði að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.mgr.41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 auk þess sem samþykkt er að haldin verði kynning fyrir íbúa áður en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út.


17.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2027 - 2029 er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Meðfylgjandi er rammaáætlun á allar deildir.
Samþykkt
Þórir Hákonarson bæjarstjóri tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2026.

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2026 er lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er Aðalsjóður auk Þjónustumiðstöðvar og Eignasjóðs. Í B-hluta eru Veitustofnun, Hafnarsjóður, Íbúðasjóður og Hornbrekka, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð bæjarfélagsins.

Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Fjallabyggðar nemi 4.518.743 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 3.933 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 4.267 m.kr., þar af A-hluti 3.764 m.kr.

Framlögð áætlun byggir á eftirfarandi meginforsendum:
- Útsvarsprósenta er óbreytt milli ára þ.e. 14,70%.

- Hækkun útsvarstekna er áætluð 5,8% frá áætlun 2025.

- Álagningarhlutföll fasteignaskatta, lóðarleigu, vatns- og fráveitugjalda breytast nokkuð og vegna verulegrar hækkunar á fasteignamati íbúðarhúsnæðis er gert ráð fyrir að álagningarhlutföll lækki og gjöld í heild lækki á íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir því í áætlun að álagningarhlutfall fasteignaskatta lækki úr 0,460% í 0,44%, að lóðarleiga lækki úr 1,8% í 1,2% og álagningarhlutfall vatnsgjalds og fráveitugjalds lækki úr 0,27% í 0,24%.

- Sorphirðugjöld lækka í kr. 85.000 úr kr. 95.000 kr

- Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka að jafnaði um 4% frá 1. janúar.

- Varðandi launakostnað liggja forsendur nokkuð vel fyrir þar sem kjarasamningar gilda almennt út árið 2026 en rétt er að vekja athygli á því að veruleg hækkun er á milli áætlana 2025 og 2026 þar sem áætlun líðandi árs tók ekki breytingum í samræmi við launahækkun sem varð á miðju árinu.

- Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður að hámarki kr. 105.000 og fylgir almennri verðlagsþróun.

- Tekjumörk fyrir afslætti hækka í samræmi við launavísitölu.

- Frístundastyrkur fyrir börn á aldrinum 4 - 18 ára hækkar í kr. 52.000 úr kr. 50.000 miðað við áætlaða verðlagsþróun sem er 4%.

Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 252 m.kr. Afskriftir nema 257 m.kr. og fjármagnstekjur umfram fjármunagjöld 5,3 m.kr. Rekstrarhalli samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals um 1 milljón króna.

Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 169 m.kr. Afskriftir nema 196 m.kr. Fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld nema 32 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 4,7 milljónir króna.


Eignir Fjallabyggðar eru áætlaðar í árslok 2026, 6.700 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 5.400 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2.852 m.kr, hefðbundnar langtímaskuldir eru aðeins 113 milljónir sem eru afar litlar skuldir í öllum samanburði en lífeyrisskuldbindingar eru hins vegar um 2 milljarðar.
Eigið fé er áætlað 4.953 í árslok m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 63,5%. Eigið fé A-hluta er áætlað 4.242 m.kr. Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 393m.kr. og að veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 459 m.kr.

Skuldaviðmið Fjallabyggðar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður samkvæmt áætlun 37,2% en hámarks skuldaviðmið er 150%.

Fyrir árin á eftir er rekstrarniðurstaða samstæðunnar áætluð jákvæð fyrir árið 2027 um 67 m.kr., fyrir árið 2028 um 96 m.kr. og fyrir árið 2029 um 131 m.kr.

Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2027 verði 485 m.kr., fyrir árið 2028 verði það 514 m.kr. og fyrir árið 2029 verði það 544 m.kr.

Gera má ráð fyrir breytingum á milli umræðna þegar betur liggja fyrir tillögur í fjárfestingar og hugsanlega lántöku vegna knatthúss. Ítarleg greinargerð með fjárhagsáætlun verður lögð fram tímanlega fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn sem áætluð er 27. nóvember 2025.

Til máls tóku Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson og S.Guðrún Hauksdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn og til úrvinnslu og undirbúnings á milli umræðna í nefndum og ráðum sem ber að skila tillögum í síðasta lagi 21. nóvember n.k.



Fundi slitið - kl. 18:45.