Bæjarráð Fjallabyggðar - 894. fundur - 16. október 2025.

Málsnúmer 2510006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 263. fundur - 05.11.2025

Fundargerðin er í 6 liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum lið 1 sem borinn er upp sérstaklega.
Samþykkt
Til máls tók Helgi Jóhannsson.

Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 1 sem borinn er upp sérstaklega samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .1 2510047 Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 894. fundur - 16. október 2025. Bæjarráð fagnar metnaðarfullu verkefni sem ætlað er að efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með snemmtækum stuðningi þar sem þörf er á. Erindið hefur verið tekið til umfjöllunar í Velferðarnefnd Fjallabyggðar. Bæjarráð samþykkir þátttöku Fjallabyggðar í verkefninu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.