Fljótagöng - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2509033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 326. fundur - 17.09.2025

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Fljótaganga
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 327. fundur - 15.10.2025

Lögð fram að nýju vinnslutillaga vegna breytinga á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020 - 2032. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 263. fundur - 05.11.2025

Fyrir liggur vinnslutillaga vegna breytinga á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020 - 2032. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags - og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og umhverfisnefndar á aðalskipulagi Fjallabyggðar og felur framkvæmdasviði að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.mgr.41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.