Breyting á deiliskipulagi íþróttasvæðis á Ólafsfirði

Málsnúmer 2510044

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 327. fundur - 15.10.2025

Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði vegna byggingu knatthúss.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr., 43.gr skipulagslaga. Einnig leggur nefndin til að haldin verði kynning fyrir íbúa áður en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 263. fundur - 05.11.2025

Fyrir liggja drög að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði vegna byggingu knatthúss.

Skipulags - og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr., 43.gr skipulagslaga. Einnig leggur nefndin til að haldin verði kynning fyrir íbúa áður en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út.
Samþykkt
Til máls tók Helgi Jóhannsson og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er gleðilegt að hér liggur fyrir breyting á deiliskipulagi vegna byggingu knatthúss á íþróttasvæðinu í Ólafsfirði.
Hér er um gríðalega stórt hús að ræða og því hef ég velt fyrir mér að skoðað verði að mörk deiliskipulagsins að austan á móts við núverandi æfingasvæði verði færð ofar/austar upp í brekkuna og að byggingareitur fyrir væntanlegt hús verði stækkaður til austurs.
Gert er ráð fyrir að húsið getur orðið allt að 15 metrar á hæð sem er 5 metrum hærra en íþróttahúsið og tel ég að það væri skoðandi að keyra það eins langt í austur og hægt er til að minnka sjónræn áhrif.
Einnig að göngustígur sem liggur nú meðfram Aðalgötu 15 til suðurs og austurs verði óbreyttur."

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu skipulags- og umhverfisnefndar á drögum að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði og felur framkvæmdasviði að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.mgr.41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 auk þess sem samþykkt er að haldin verði kynning fyrir íbúa áður en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út.