Bæjarráð Fjallabyggðar - 892. fundur - 1. október 2025.

Málsnúmer 2509014F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 263. fundur - 05.11.2025

Fundargerðin er í 6 liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum lið 1 sem borinn er upp sérstaklega.
Samþykkt
Til máls tók Helgi Jóhannsson

Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 1 sem borinn er upp sérstaklega samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .1 2509018 Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 892. fundur - 1. október 2025. Bæjarráð samþykkir tillögu að almennum forsendum fjárhagsáætlunar þar sem gert er ráð fyrir óbreyttu álagningarhlutfalli útsvars og almennum verðlagsbreytingum um 4% í gjaldskrám sem og 4% hækkun rekstrargjalda í fjárhagsáætlunarramma ársins 2026. Verðlagsbreytingar ná ekki til álagningu fasteignagjalda sem verða skoðuð sérstaklega m.t.t. verulegrar hækkunar fasteignamats í Fjallabyggð á undanförnum árum með það fyrir augum að draga eins og kostur er úr áhrifum hækkaðs fasteignamats. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.