Málsnúmer 2502038Vakta málsnúmer
Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 6.mars s.l. var eftirfarandi bókun fulltrúa H-lista vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn:
"Samkvæmt þingsályktun á þingskjali nr. 1724 á 154. löggjafarþingi á að vinna haf- og strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð á árinu 2025 sem afmarkast frá Siglunesi í vestri og Bjarnarfjalli í austri.
H listinn telur mikilvægt að bæjarstjórn/bæjarráð hvetji félagsmálaráðherra til að skipa nú þegar í svæðisráð, samkvæmt ofanskráðu, sem fer fyrir þeirri vinnu er varðar skipulag á haf- og strandsvæðum í samvinnu við Skipulagsstofnun. Vísa má til bréfs frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar dags 22. Nóvember 2019 til Skipulagsstofnunar þar sem hvatt er til að ráðist verði í gerð haf- og strandsvæðaskipulags í Eyjafirði.
Það er mjög brýnt að þessi vinna fari sem fyrst í gang þar sem fyrirtæki í Fjallabyggð hefur áform um fiskeldi á svæðinu og því þörf á að hraða vinnu við skipulagið."
Afgreiðslu var frestað á fundi bæjarstjórnar þann 27.mars s.l.
Til máls tóku Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson
Samþykkt