Bæjarstjórn Fjallabyggðar

258. fundur 15. maí 2025 kl. 17:00 - 19:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Bæjarstjóri greindi frá fundargerðum bæjarráðs sem teknar eru fyrir á fundinum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 868. fundur - 27. mars 2025.

Málsnúmer 2503011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum og lögð fram í heild.
Til máls tóku Arnar Þór Stefánsson, S.Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni staðfest með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 869. fundur - 3. apríl 2025.

Málsnúmer 2504001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum og er tekin fyrir í heild sinni að undanskildum lið 2 sem tekinn verður á dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.
Til máls tók Helgi Jóhannsson
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 2 sem tekinn verður á dagskrá á næsta bæjarstjórnarfundi staðfest með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 870. fundur - 10. apríl 2025.

Málsnúmer 2504003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum og er liður 2 sérstaklega lagður fram til staðfestingar bæjarstjórnar.
Til máls tóku Helgi Jóhannsson, S.Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson og Tómas Atli Einarsson.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að, undanskildum lið 2 sem borinn er upp sérstaklega, staðfest með 7 atkvæðum.
  • 3.2 2504013 Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 870. fundur - 10. apríl 2025. Bæjarráð samþykkir lánsumsóknina fyrir sitt leyti og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2024 með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 871. fundur - 15. apríl 2025.

Málsnúmer 2504006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í tveimur liðum og er liður 1 tekinn sérstaklega fyrir á dagskrá fundarins.
Samþykkt
Liður 2 í fundargerðinni staðfestur með 7 atkvæðum en liður 1 er tekinn sérstaklega fyrir á dagskrá fundarins.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 872. fundur - 30. apríl 2025.

Málsnúmer 2504008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum og er tekin fyrir í heild sinni að undanskildum lið 3 sem tekinn er sérstaklega fyrir á dagskrá fundarins.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 3 sem tekinn er sérstaklega fyrir á dagskrá fundarins staðfest með 7 atkvæðum.

6.Bæjarráð Fjallabyggðar - 873. fundur - 5. maí 2025.

Málsnúmer 2505001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum og er liður 1 tekinn fyrir sérstaklega á dagskrá fundarins. Við lið 3 er því komið á framfæri að samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Fjallabyggð sem samþykktur var í bæjarráði er við Fjallgarða ehf á Ólafsfirði.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 1 sem tekinn er fyrir sérstaklega samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 6.1 2212014 Hátindur 60
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 873. fundur - 5. maí 2025. Bæjarráð samþykkir að framlengja verkefnið Hátindur 60 út árið 2025 í samræmi við fyrirliggjandi drög að samningi og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir að framlengja verkefnið Hátind 60 út árið 2025

7.Bæjarráð Fjallabyggðar - 874. fundur - 9. maí 2025.

Málsnúmer 2505002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni staðfest með 7 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 17. mars 2025.

Málsnúmer 2503007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram í heild sinni.
Til máls tók Helgi Jóhannsson
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni staðfest með 7 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 7. apríl 2025.

Málsnúmer 2504002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram í heild sinni.
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og S.Guðrún Hauksdóttir
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni staðfest með 7 atkvæðum.

10.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 10. apríl 2025.

Málsnúmer 2504004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í þremur liðum og er lögð fram í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni staðfest með 7 atkvæðum.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 321. fundur - 16. apríl 2025.

Málsnúmer 2504005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16 liðum og eru liðir 2,3,4 og 5 bornir upp sérstaklega.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að undanskildum liðum 2, 3, 4 og 5 sem bornir eru upp sérstaklega samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 11.2 2408022 Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar - kirkjugarður við Brimnes
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 321. fundur - 16. apríl 2025. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 32.gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar.
  • 11.3 2204075 Deiliskipulag nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 321. fundur - 16. apríl 2025. Nefndin samþykkir að svara athugasemdum íbúa í samræmi við tillögu hönnuðar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fjallabyggðar í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar.
  • 11.4 2009051 Umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Eyrarflöt á Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 321. fundur - 16. apríl 2025. Samþykkt að afgreiða málið sem óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og fallið verður frá grendarkynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fjallabyggðar í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar.
  • 11.5 2411088 Breyting á deilskipulagi vegna vetrarbraut 8-10
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 321. fundur - 16. apríl 2025. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fjallabyggðar í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar.

12.Haf- og strandsvæðaskipulag

Málsnúmer 2502038Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 6.mars s.l. var eftirfarandi bókun fulltrúa H-lista vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn:

"Samkvæmt þingsályktun á þingskjali nr. 1724 á 154. löggjafarþingi á að vinna haf- og strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð á árinu 2025 sem afmarkast frá Siglunesi í vestri og Bjarnarfjalli í austri.

H listinn telur mikilvægt að bæjarstjórn/bæjarráð hvetji félagsmálaráðherra til að skipa nú þegar í svæðisráð, samkvæmt ofanskráðu, sem fer fyrir þeirri vinnu er varðar skipulag á haf- og strandsvæðum í samvinnu við Skipulagsstofnun. Vísa má til bréfs frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar dags 22. Nóvember 2019 til Skipulagsstofnunar þar sem hvatt er til að ráðist verði í gerð haf- og strandsvæðaskipulags í Eyjafirði.

Það er mjög brýnt að þessi vinna fari sem fyrst í gang þar sem fyrirtæki í Fjallabyggð hefur áform um fiskeldi á svæðinu og því þörf á að hraða vinnu við skipulagið."

Afgreiðslu var frestað á fundi bæjarstjórnar þann 27.mars s.l.

Til máls tóku Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson
Samþykkt
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir ofangreinda bókun með 6 atkvæðum. Tómas Atli Einarsson situr hjá við afgreiðslu.

13.Störf laus til umsóknar í stjórnsýslu

Málsnúmer 2503024Vakta málsnúmer

Helgi Jóhannsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Fyrir liggur samningur og starfslýsing sviðsstjóra velferðarsviðs Fjallabyggðar, Bjarkeyjar O Gunnarsdóttur.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir með 6 atkvæðum ráðningu Bjarkeyjar O Gunnarsdóttur í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Fjallabyggðar og býður hana velkomna til starfa.

14.Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2504021Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga frá bæjarráði um breytingar á samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið á nefndaskipan.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs á samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið á nefndaskipan.

15.Ársreikningur Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2504036Vakta málsnúmer

Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2024 lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta annars vegar og hins vegar A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er Aðalsjóður auk Eignasjóðs og Þjónustustöðvar. Í B-hluta eru Hafnarsjóður, Hornbrekka, Íbúðasjóður og Veitustofnun.

Til máls tóku Guðjón M Ólafsson, S.Guðrún Hauksdóttir, Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum eftirfarandi bókun vegna afgreiðslu ársreiknings 2024:

"Ljóst er að á síðasta rekstrarári varð umtalsverð framúrkeyrsla ákveðinna liða án þess að óskað hafi verið eftir viðauka hjá bæjarráði og/eða bæjarstjórn. Slík frávik kalla á viðbrögð og viðaukagerð í samræmi við ákvæði 62. gr. sveitarstjórnarlaga og í vinnureglum Fjallabyggðar. Bæjarstjórn Fjallabyggðar vill því ítreka að fjárhagsáætlun skal ávallt endurspegla raunverulegan rekstur og að viðaukar skuli lagðir fram áður en útgjöldum umfram samþykkta áætlun er ráðstafað.

Bæjarstjórn leggja áherslu á mikilvægi þess að rekstur sveitarfélagsins sé í samræmi við fjárhagsáætlun og að viðhöfð sé ábyrg og markviss fjármálastjórn. Slík stjórnsýsla er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnvægi í rekstri og veita íbúum góða þjónustu.

Bæjarstjórn felur því bæjarstjóra að skerpa á að verklag við viðaukagerð og innkaupaheimildir verði endurskoðað með það að markmiði að tryggja skýrari ábyrgð, reglubundna eftirfylgni og að viðbrögð við frávikum verði markviss og í samræmi við samþykktar reglur sveitarfélagsins og sveitarstjórnarlög."


Framlagður ársreikningur Fjallabyggðar 2024 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 atkvæðum og undirrita kjörnir fulltrúar ársreikninginn því til staðfestingar, ásamt ábyrgðar- og skuldbindingaryfirliti.

16.Málefni Leyningsáss ses

Málsnúmer 2402023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá stjórn Leyningsáss ses þar sem stjórn Leyningsáss óskar eftir því við bæjarstjórn að hún taki yfir rekstur skíðasvæðis og golfvallar og með því allar skuldbindingar Leyningsáss ses.; óuppgerðan kostnað félagsins, samning við Sigló Ski & Golf Club um rekstur golfvallarins og allar eignir félagsins, lyftur, troðara og önnur tæki. Raungerist þetta yrði félaginu Leyningsás ses. þá slitið.
Samþykkt
Sveitarfélagið Fjallabyggð er skuldbundið skv. 18. gr. stofnsamþykka Leyningsáss ses., þ.e. að komi til slita félagsins þá skuli hrein eign sjálfseignarstofnunarinnar renna til sveitarfélagsins. Bæjarstjóra er því falið að vinna með stjórn félagsins að úrvinnslu útistandandi mála í samræmi við framlagt vinnuskjal stjórnar félagsins frá 13.05.2025 með það að markmiði að sjálfseignarstofnuninni verði slitið formlega eins fljótt og mögulegt er.

Samþykkt með 7 atkvæðum

Fundi slitið - kl. 19:30.