Bæjarstjórn Fjallabyggðar

242. fundur 30. apríl 2024 kl. 17:00 - 19:01 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Áslaug Inga Barðadóttir varafulltrúi
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024.

Málsnúmer 2403011FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4, 5, 6 ,7, 8 og 9.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson tók til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
  • 1.2 2403059 Úttekt á akstursþjónustu og úrgangsmálum fyrir Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð samþykkir að fá ráðgjafa til verksins sbr. minnisblað bæjarstjóra. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.3 2401086 Aðalgata, Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar um að taka tilboði lægstbjóðanda, Sölva Sölvasonar kr. 65.868.982,-. Bæjarráð leggur áherslu á að náið og gott samstarf verði haft við verslunar- og fasteignaeigendur meðan á framkvæmdinni stendur. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.4 2403048 Umsagnarbeiðni rekstrarleyfis
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð fyrir sitt leyti gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfi. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.5 2403051 Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar - Hlíðarvegur 20
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð fyrir sitt leyti gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfi. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.6 2403052 Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Barðsmenn
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti veitingu tímabundins áfengisleyfis.
    Helgi Jóhannsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.7 2403055 Ósk um að loka götu tímabundið.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tímabundna lokun götunnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.8 2403068 Veggmyndir og barnasmiðja.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti Emmu Louise Sanderson leyfi til þess að mála tvo inniveggi í stofnunum sveitarfélagsins, sbr. minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.9 2403031 Kjarasamningar 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð Fjallabyggðar fagnar nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, þeir eru mikilvægt framlag til að stöðugleika verði náð í hagkerfinu og sérstaklega í rekstri sveitarfélaga. Enn er eftir að semja um kjör við opinbera starfsmenn.
    Fjallabyggð mun nú hefja endurskoðun á gjaldskrám sínum til samræmis við það samkomulag sem gert var í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Bæjarstjóra er falið að koma með tillögu að uppfærðum gjaldskrám sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu þar sem hækkanir umfram 3,5% eru leiðréttar. Bæjarstjóra er einnig falið að leita umsagnar ábyrgðarnefndar viðkomandi gjaldskráa og leggja að svo búnu fyrir bæjarráð.
    Fjallabyggð mun ekki skorast undan þátttöku í gjaldfrjálsum skólamáltíðum en telur óljóst á núverandi tímapunkti hvernig ríkisvaldið hyggst koma að fjármögnun og framkvæmd verkefnisins.


    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 826. fundur - 5. apríl 2024.

Málsnúmer 2403012FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2 og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 2.2 2403032 Viðbótarhúsnæði vegna lengdrar viðveru og Frístundar við Grunnskóla Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 826. fundur - 5. apríl 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.4 2403062 Kjörstaðir við forsetakosningar 1. júní 2024.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 826. fundur - 5. apríl 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra og felur honum að vinna málið áfram. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 827. fundur - 12. apríl 2024.

Málsnúmer 2404009FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 3.1 2404002 Bætt aðstaða á tjaldsvæðum Fjallabyggðar 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 827. fundur - 12. apríl 2024. Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að fjárfest verði í hreyfanlegri salernislausn frá Stólpigámar sbr. minnisblað. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.4 2401058 Trilludagar 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 827. fundur - 12. apríl 2024. Í ljósi þess að engin aðili sótti um að standa að hátíðinni þá felur bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að útfæra hátíðina með sambærilegum hætti og fyrri ár. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 828. fundur - 23. apríl 2024.

Málsnúmer 2404011FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 7 liðum.
Til afgreiðslu er liður 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 4.2 2204075 Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 828. fundur - 23. apríl 2024. Lagt fram til kynningar. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útfærsluna og felur deildarstjóra að hrinda í framkvæmd ráðgefandi atkvæðagreiðslu um staðarval vegna kirkjugarðs í Ólafsfirði. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 154

Málsnúmer 2404003FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í tveimur liðum.
Til afgreiðslu er liður 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
  • 5.2 2404015 Húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk - lóðir
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 154 fundur - 7. apríl 2024. Félegsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að óska eftir því við bæjaryfirvöld að lóðirnar að Gránugötu 8, Gránugötu 12 á Siglufirði og Hvanneyrarbraut 27 á Siglufirði verði teknar frá og verði ekki til almennrar úthlutunar þar sem nú er í undirbúningi að skipuleggja uppbyggingu á búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og koma þessar lóðir vel til greina, en á þessu stigi málsins liggur ekki fyrir hvaða lóð eða lóðir kunna að verða fyrir valinu. Jafnframt er óskað eftir því að hafin verði undirbúningur að deiliskipulagi fyrir væntanlega starfsemi búsetuþjónustu fatlað fólks. Gert er ráð fyrir byggingarmagni sem nemur 5-6 íbúðum. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu félagsmálanefndar með 7 atkvæðum.

6.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 155

Málsnúmer 2404007FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson og Sæbjörg Ágústsdóttir tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 138

Málsnúmer 2404001FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í tveimur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.

8.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 107

Málsnúmer 2404005FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í fjórum liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310

Málsnúmer 2404002FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 16 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 6, 8, 9, 10, 11 og 12.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 9.6 2404035 Umsókn til skipulagsfulltrúa - Norðurgata 16
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10. apríl 2024. Nefndin samþykkir að Byggingarfélagið Berg láti vinna tillögu að breytingu deiliskipulagsins í samræmi við það sem talið er upp í inngangi. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 9.8 2403069 Skarðsvegur 1 Siglufirði - Merkjalýsing
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10. apríl 2024. Nefndin samþykkir merkjalýsinguna fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 9.9 2403072 Bakkabyggð 10 - Merkjalýsing
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10. apríl 2024. Nefndin samþykkir merkjalýsinguna fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 9.10 2404015 Húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk - lóðir
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10. apríl 2024. Nefndin samþykkir að undirbúningur deiliskipulags verið hafinn. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kanna möguleika á fleiri stöðum undir slíkt búsetuúrræði og óskar eftir minnisblaði sem lagt verður fyrir félagsmálanefnd til umsagnar, áður en deiliskipulagsvinna hefst. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 9.11 2404021 Breyting á lóðarmörkum Snorragötu 4A
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10. apríl 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 9.12 2404010 Endurnýjun á leyfi til vargeyðingar á Leirutanga
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10. apríl 2024. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun leyfis til vargeyðingar á Leirutanga. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

10.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 29. fundur - 10. apríl 2024.

Málsnúmer 2403006FVakta málsnúmer

Fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélag er í þremur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

11.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 145. fundur - 16. apríl 2024.

Málsnúmer 2404008FVakta málsnúmer

Fundargerð hafnarstjórnar er í 7 liðum.
Til afgreiðslu er liður 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 4. lið fundargerðarinnar.
  • 11.2 2401080 Innri höfn, þekja
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 145. fundur - 16. apríl 2024. Hafnarstjórn samþykkir staðsetningu á lagnahúsi nyrst á vesturhluta þekjunnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Stjórn Hornbrekku - 39. fundur - 22. apríl 2024.

Málsnúmer 2404012FVakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hornbrekku er í tveimur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

13.40. fundur skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga 16.04.2024

Málsnúmer 2404052Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi fundargerð 40. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga sem lögð er fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga er staðfest með 7 atkvæðum.

14.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdu fundargerðir 61. og 62. fundar stjórnar SSNE.
Enginn tók til máls.
Fundargerðir stjórnar SSNE eru staðfestar með 7 atkvæðum.

15.Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 - Flæðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2403071Vakta málsnúmer

Á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar dags. 25.3.2024. Breytingin er unnin samhliða breytingu deiliskipulags Flæða þar sem gert er ráð fyrir raðhúsi á svæði sem í dag er skilgreint sem opið svæði (323 OP). Opið svæði minnkar um 0.3 ha og íbúðarsvæði (320 ÍB) stækkar sem því nemur.

Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti að auglýst verði skipulagslýsing með þeim upplýsingum sem fram koma í framlagðri breytingartillögu, í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

16.Breyting á deiliskipulagi Flæða

Málsnúmer 2401030Vakta málsnúmer

Á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram breyting á deiliskipulagi Flæða dagsett 5.4.2024. Sú breyting er gerð að í stað fjögurra lóða fyrir einbýlishús við Ægisbyggð 7 og Mararbyggð 14, 16 og 18, verða á svæðinu þrjár lóðir fyrir parhús á einni hæð ásamt sambyggðum bílgeymslum. Einnig er bætt við lóð fyrir fimm íbúða raðhús ásamt sambyggðum bílgeymslum á óbyggðu svæði/útivistarsvæði sunnan raðhúsalóða við Bylgjubyggð 13-25 og 27-35. Með breytingu á deiliskipulagi er verið að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir á svæðinu en gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi, þar sem aðeins er gert ráð fyrir einbýlishúsum á nýjum lóðum á svæðinu.

Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti að auglýst verði skipulagslýsing með þeim upplýsingum sem fram koma í framlagðri breytingartillögu, í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Helgi Jóhannsson tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

17.Deiliskipulag Hrannarbyggð 2

Málsnúmer 2401031Vakta málsnúmer

Á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi við Hrannar- og Bylgjubyggð 2. Tillagan samanstendur af uppdrætti dags. 4.4.2024 og greinargerð dags. 5.4.2024. Tilgangur deiliskipulagsins er að ná óbyggðum svæðum inn í skipulag, skilgreina nýjar lóðir með skilmálum fyrir nýbyggingar. Markmiðið er að halda í heildrænt yfirbragð byggðarinnar á svæðinu þannig að nýbyggingar verði hluti af núverandi heild.

Nefndin samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helgi Jóhannsson og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir með 7 atkvæðum að tillagan skuli auglýst í samræmi við 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 - Námuvegur Ólafsfirði

Málsnúmer 2403070Vakta málsnúmer

Á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar við Námuveg 8 í Ólafsfirði, dags. 25.3.2024. Landnotkunarreitur 302 AT minnkar um 0,5 ha og nýr landnotkunarreitur verslunar og þjónustu við Námuveg 8 verður til (329 VÞ). Skipulagsákvæði sett í samræmi við fyrirhugaða nýtingu húsnæðis við Námuveg 8.

Nefndin samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

19.Óveruleg breyting á deiliskipulagi þjóðvegarins við Aðalgötu/Múlaveg í Ólafsfirði

Málsnúmer 2404033Vakta málsnúmer

Á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags þjóðvegarins við Aðalgötu/Múlaveg í Ólafsfirði, dags. 9.4.2024. Á breytingaruppdrættinum eru listaðar upp þær breytingar sem lagðar eru til.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

20.Erindi frá Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi

Málsnúmer 2202037Vakta málsnúmer

Á 824. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að leggja fram tillögu að uppfærðri gjaldskrá vatnsveitu. Tillaga bæjarstjóra var samþykkt á 825. fundi bæjarráðs þar sem henni var vísað til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

21.Skýrsla um stjórnsýsluskoðun Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2403043Vakta málsnúmer

Á 826. fundi bæjarráðs var tekin fyrir skýrsla KPMG um stjórnsýsluskoðun Fjallabyggðar 2023. Skýrslunni var vísað til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

22.Vinnureglur um töku orlofs

Málsnúmer 2404003Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdu drög að uppfærðum vinnureglum Fjallabyggðar um töku orlofs. Bæjarráð staðfesti reglurnar fyrir sitt leyti á 826. fundi sínum og vísaði þeim til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

23.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Á 825. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að koma með tillögu að uppfærðum gjaldskrám sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu þar sem hækkanir umfram 3,5% eru leiðréttar. Bæjarstjóra er einnig falið að leita umsagnar ábyrgðarnefndar viðkomandi gjaldskráa og leggja að svo búnu fyrir bæjarráð. Málið var tekið fyrir á 138. fundi fræðslu- og frístundanefndar sem lýsti yfir ánægju sinni með áherslur í leiðréttingu gjaldskráa sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu. Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti og vísar tillögum að leiðréttum gjaldskrám Leikskóla Fjallabyggðar, Grunnskóla Fjallabyggðar og Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar til afgreiðslu bæjarráðs.
Málið var einnig tekið fyrir á 154. fundi félagsmálanefndar sem fór yfir gildandi gjaldskrá félagsþjónustunnar og lagði til leiðréttingar skv. bókun bæjarráðs, að undanskildum þeim gjaldskrárliðum sem eru bundnir ákvörðun ríkisins eins og gjaldskrá dagþjálfunar aldraðra og gjaldskrá þriðja aðila sem á við um heimsendann mat sem keyptur er frá HSN.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT) samþykkti að leiðrétta gjaldskrá TÁT með vísan í tilmæli samningsaðila við gerð síðustu kjarasamninga. Leiðrétt er hækkun umfram 3,5% en gjaldskrá TÁT hækkaði um 4,9% 1. janúar 2024. Skólanefnd TÁT leggur til að leiðrétt gjaldskrá taki gildi við upphaf næsta skólaárs.

Sigríður Ingvarsdóttir og Helgi Jóhannsson tóku til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

24.Vinnureglur um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403017Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdu uppfærð drög að vinnureglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar, ásamt sameiginlegu minnisblaði deildarstjóra innan stjórnsýslunnar. Bæjarráð vísaði reglunum til umræðu í bæjarstjórn.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

25.Skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar 2024-2027

Málsnúmer 2403041Vakta málsnúmer

Gildistími þjónustusamnings vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2021-2024 rennur út 5. júní 2024. Ákvæði er í samningi um möguleika á framlengingu samnings tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Skv. framlögðu minnisblaði telur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar rétt að óska eftir heimild til útboðs á skólamáltíðum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, til næstu þriggja skólaára, með möguleika á framlengingu samnings um tvisvar sinnum eitt ár í senn.

Á 827. fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar um að farið verði í útboð á skólamáltíðum í samræmi við minnisblaðið, en málinu var jafnframt vísað til frekari umræðu í bæjarstjórn.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

26.Ársreikningur Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2404047Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2023 ásamt sundurliðun.
Undir þessum lið kom á fund bæjarstjórnar Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG og fór hann yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi.

Sigríður Ingvarsdóttir tók til máls.
Ábyrgur rekstur og litlar skuldir hjá Fjallabyggð
Samkvæmt framlögðum ársreikningi er rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta jákvæð um kr. 89.851.000 sem er talsvert betra en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Vaxtaberandi skuldir sveitarfélagsins við lánastofnanir eru kr. 113.000.000 sem er með því lægsta sem gerist á landinu. Það þýðir um það bil 57.000 krónur á hvern íbúa. Lífeyrisskuldbindingar sveitarfélagsins hækkuðu umtalsvert milli ára eða um 315 milljónir sem gerir það að verkum að rekstrarafgangur ársins er ekki enn meiri.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 81.716.000. Fjárfesting ársins nam kr. 327.000.000. Handbært fé frá rekstri samstæðu A- og B- hluta var kr. 443.823.000 og veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna var kr. 593.825.000 og því er fjárfestinga- og framkvæmdageta Fjallabyggðar með ágætum. Að undanförnu hefur stundum reynst erfitt að fá tilboð í þau verk sem boðin eru út. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam kr. 4.628.400.000 samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta um kr. 3.863.100.000.
Rekstur sveitarfélagsins var nokkuð stöðugur á árinu, líkt og undan farin ár. Rekstur málaflokka var almennt innan fjárhagsáætlunar þrátt fyrir verðbólgu, nýja kjarasamninga og aðra óvissuþætti. Tekjur sveitarfélagsins voru nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en það má helst rekja til aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Bæjarstjórn samykktir framlagðan ársreikning 2023 með 7 atkvæðum og vísar honum til seinni umræðu í bæjarstjórn þann 15. maí nk.

27.Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar.

Málsnúmer 2404009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um styrkveitingu til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri í tilefni af 5 ára starfsafmæli samtakanna.
Fram kemur að verkefnið er enn fjármagnað frá ári til árs með aðkomu fjárlaganefndar Alþingis og hefur ekki komist í fjárlög. Þá eru samtökin um rekstur Bjarmahliðar háð styrkjum frá einstaklingum og félagasmtökum.

Sigríður Ingvarsdóttir, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Forseti leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 650 þúsund.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:01.