Óveruleg breyting á deiliskipulagi þjóðvegarins við Aðalgötu/Múlaveg í Ólafsfirði

Málsnúmer 2404033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10.04.2024

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags þjóðvegarins við Aðalgötu/Múlaveg í Ólafsfirði, dags. 9.4.2024. Á breytingaruppdrættinum eru listaðar upp þær breytingar sem lagðar eru til.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags þjóðvegarins við Aðalgötu/Múlaveg í Ólafsfirði, dags. 9.4.2024. Á breytingaruppdrættinum eru listaðar upp þær breytingar sem lagðar eru til.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19.06.2024

Tekið fyrir að nýju mál vegna óverulegra breytinga á deiliskipulagi þjóðvegarins við Aðalgötu/Múlaveg í Ólafsfirði, eftir grenndarkynningu. Lagðar fram athugasemdir Alberts Gunnlaugssonar f.h. Tunnunnar prentþjónustu ehf. sem bárust á kynningartímanum. Einnig lagt fram minnisblað Harðar Bjarnasonar, verkefnastjóra deiliskipulagsins hjá Cowi, dags. 18.6.2024.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin tekur undir svörin sem lögð eru fram og leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi sem grenndarkynnt var skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verði samþykkt og auglýsing um það birt í B-deild Stjórnartíðinda.