Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 145. fundur - 16. apríl 2024.

Málsnúmer 2404008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Fundargerð hafnarstjórnar er í 7 liðum.
Til afgreiðslu er liður 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 4. lið fundargerðarinnar.
  • .2 2401080 Innri höfn, þekja
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 145. fundur - 16. apríl 2024. Hafnarstjórn samþykkir staðsetningu á lagnahúsi nyrst á vesturhluta þekjunnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar með 7 atkvæðum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 243. fundur - 15.05.2024

Fundargerð hafnarstjórnar er í 7 liðum.
Til afgreiðslu er liður 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson tók til máls undir 4. lið fundargerðarinnar.

Sigríður Ingvarsdóttir, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir 4. lið fundargerðarinnar.
  • .4 2211081 Samantekt frá yfirhafnarverði
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 145. fundur - 16. apríl 2024. Hafnarstjórn þakkar yfirhafnarverði fyrir samantektina og hafnarstjóra fyrir yfirferðina. Bókun fundar Helgi Jóhannsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu f.h. H-listans:
    "H-listinn tekur heilshugar undir hugleiðingar yfirhafnarvarðar um að færa aðalflotbryggjuna úr vesturhöfn í austurhöfnina í Ólafsfirði.
    Mikið rót er á bryggjunni í slæmu veðri og færi betur um hana í austurhöfninni.
    Einnig mun þessi tilfærsla lífga mikið upp á höfnina.
    H-listinn leggur til að nánari útfærsla og kostnaður við tilfærsluna verði lagður fyrir hafnarstjórn."

    S. Guðrún Hauksdóttir lagði fram eftirfarandi bókun A- og D-lista:
    "A og D listi fagna framkominni bókun H-listans og leggur til að yfir-hafnarverði verði falið að framkvæma kostnaðar- og valkostamat fyrir nýja staðsetningu fyrir flotbryggju í Ólafsfirði."
    Bókun A- og D-lista samþykkt með 7 atkvæðum.

  • .6 2404022 Erindi frá Hollvinasamtökum Maríu Júlíu
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 145. fundur - 16. apríl 2024. Hafnarstjórn getur ekki orðið við beiðninni. Erindi hafnað. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Hafnarstjórnar með 7 atkvæðum.

    Þar sem takmarkað laust pláss er í höfninni er erindinu hafnað. Nú eru um það bil 30 strandveiðibátar sem leggja upp á Siglufirði, fjórir togarar auk annarra báta. Þegar eru fjórir langlegubátar í höfninni. Einnig er von á rúmlega 30 skemmtiferðaskipum í höfnina í sumar.